Extended Classroom

Promennt hefur gert samning við hið virta breska fræðslufyrirtæki QA um sölu á námskeiðum þeirra. Viðskiptavinir Promennt geta nú bókað námskeið sem kennt er af QA, en þau eru kennd á ensku og fara fram í fjarkennslu í beinni útsendingu. Nemendur geta því tekið þátt óháð staðsetningu en einnig er þó í boði að sitja í húsakynnum Promennt meðan námskeið fer fram.