Tollmiðlaranámskeið hefst á ný hjá Promennt

Promennt, í samstarfi við Tollskóla ríkisins, stendur fyrir námskeiði fyrir tollmiðlara. Skráning og nánari upplýsingar - Tollmiðlaranámskeið

Promennt í samstarfi við Tollskóla ríkisins stendur fyrir námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld samkvæmt 15. gr. reglugerðar 345/2006. Í 4. tl. 2. mgr. 48. gr. tollalaga nr. 88/2005 kemur fram að starfsmenn tollmiðlara, sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt námskeiðið til þess að öðlast fullnægjandi þekkingu á lögum og reglum sem gilda um tollmeðferð vara. Á námskeiðinu er boðið upp á nám í tollflokkun, tollskýrslugerð, meðferð ótollafgreiddrar vöru, ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda og upplýsingum sem veittar eru tollyfirvöldum, og reglum um greiðslufrest aðflutningsgjalda. Einnig taka ákvæði 47.–50. gr. tollalaga nr. 88/2005 til starfsemi tollmiðlara og 4. kafli reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru.

Kennsla fer fram í formi fyrirlestra auk þess sem þátttakendur vinna verkefni til þjálfunar í einstökum þáttum, í kennslustundum eða sem heimaverkefni. Kennsla er í höndum starfandi sérfræðingar hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands.

Miðað er við að mæting sé að lágmarki 90% í öllum námsþáttum til að þátttakendur teljist hafa lokið námskeiðinu.

Námskeiðið 100 kennslustundir.