Frábært tækifæri fyrir markaðsfólk!

Promennt, ÍMARK og Íslandsstofa taka höndum saman og halda sérhæft námskeið í Google AdWords.

Andri Már Kristinsson, sérfræðingur hjá Google, mun kenna á þessu tveggja daga námskeiði (4 klst. í senn). AdWords er tæki sem hentar einstaklega vel í markaðssetningu fyrirtækja sem sækja á alþjóðlega markaði.

Þetta sérhæfða námskeiðsem ætlað er markaðsstjórnum eða þeim sem sjá um markaðsmál í fyrirtækjum sem sækja á alþjóðlega markaði, byggist á ítarlegri kynningu og er svo hverjum og einum kennt hvernig á að nota Google AdWords fyrir fyrirtækið sitt.

Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum góða innsýn á möguleika Google AdWords og að þeir öðlist hæfni til að búa til markaðsherferðir á netinu, mæla árangur og hámarka árangur herferðanna.

Ekki hefur verið haldið námskeið sem þetta hérlendis áður og er því um einstakan viðburð að ræða.

Tveggja daga námskeið fyrir markaðsfólk íslenskra fyrirtækja 17.-18. október og 19.-20.oktbóber, kl. 8-12 eða kl. 13-17.

Hér færðu allar nánari upplýsingar og getur skráð þig ... ath að um mjög takmarkað sætaval er að ræða!