Framabraut-Kerfisstjórnun aftur af stað!

Framabraut-Kerfisstjórnun

Við hjá Promennt kynnum í haust í fyrsta skipti svo öfluga námsbraut í kerfisstjórnun sem kennd er á Íslandi. Framabraut í Kerfisstjórnun er unnin í samstarfi við Microsoft og var námsbrautin sett upp í samvinnu við mörg af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum á Íslandi með þarfir þeirra í huga. Mikil ánægja er á meðal þeirra nemenda sem hófu nám í haust og munum við því að sjálfsögðu endurtaka leikinn núna um áramót, en þá mun Framabraut-Kerfisstjórnun hefjast í annað sinn.

Um er að ræða mjög gagnlega og áhugaverða námsbraut sem gerir talsverðar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem hafa áhuga á að gera sér frama á upplýsingatæknisviði með kerfisstjórnun sem aðalgrein. Námið er því upplagt fyrir byrjendur í upplýsingatækni þar sem hvorki er krafist reynslu né annarrar menntunar á sviði upplýsingatækni.


Við viljum vekja athygli á því að við kennum ávallt það nýjasta sem til er á markaðinum og munum við því að sjálfsögðu innleiða Windows 8 og Server 2012 í námið núna um áramót.