Haustönnin handan við hornið!

Nú hefur starfsfólk Promennt skilað sér til baka eftir sumarfrí og eru allir endurnærðir. Hér hefur þó verið líf og fjör í sumar, prófþyrstir landsmenn hafa verið iðnir við kolann í sumar og öðlast hverja sérfræðigráðuna á fætur annarri. Unga fólkið sem senn heldur á vit ævintýranna í nám erlendis setti skemmtilegan svip á starfið í júní þegar það þreytti Toefl-prófið til staðfestingar á stöðu sinni í enskri tungu.

Þessa dagana stendur undirbúningur fyrir haustönnina sem hæst, námsbrautir undirbúnar, námskeiðin fínpússuð, ný námskeið boðin velkomin í vöruúrvalið, húsnæðið fær andlitsliftingu og svona mætti lengi halda áfram.

Við erum spennt fyrir haustið því vöruúrvalið hefur aldrei verið eins ríkulegt og einmitt nú ... fylgist vel með ... allir ættu að finna eitthvað spennandi við sitt hæfi !!