NÝTT: ITIL og SKÝIÐ morgunverðarfundur 12.sept

ITIL og skýið morgunverðarfundur 12. september

Hvernig er tækniumhverfið í þínu fyrirtæki undirbúið fyrir þær breytingar sem eiga sér á markaðinum?

Verðmæti vel rekinna upplýsingakerfa fyrirtækja og stofnana er mikið, en með því að temja sér góðar vinnureglur er hægt að halda rekstrarkostnaði niðri og um leið auka framleiðni. ITIL er öflug aðferðarfræði og frábært verkfæri sem hægt er að nota til að ná slíkum árangri.

Á þessum morgunverðarfundi fáum við til liðs við okkur nokkra af helstu ITIL sérfræðingum landsins ásamt reynsluboltanum Marel Foederer. Markmið fundarins er að varpa ljósi á það hvernig ITIL hugmyndafræðin getur gagnast í vegferðinni í skýið og þegar þangað er komið.

Smelltu hér til að skrá þig á morgunverðarfundinn

Fyrir hverja?

Fundurinn ætti að vera sérlega áhugasamur fyrir yfirmenn í tækniþjónustu, gæðastjóra og alla sem koma að upplýsingatækni í fyrirtækjum á einhvern hátt og eru áhugasamir um bætt ferli í rekstri upplýsingakerfa.

Hvar og hvenær?

Í sal hjá Promennt, Skeifunni 11b 3. hæð mánudaginn 12. september kl. 9-11. Húsið opnar kl.8:30 með morgunverði.

Verð?

Frítt inn, en nauðsynlegt að skrá sig.

 

Dagskrá

Fundarstjóri er Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi

Óskar Skúlason ITIL OG RAUNVERULEIKINN
Óskar Skúlason, deildarstjóri kerfisþjónustu Íslandsbanka.
Axel Þór Eysteinsson ÞARF ÉG ITIL? REDDAR SKÝIÐ ÞESSU EKKI?
Axel Þór Eysteinsson, Senior Service Delivery Manager, Microsoft.
LindaBjorgWaage FRAMÚRSKARANDI FÓLK, FRÁBÆRIR FERLAR, SNILLDAR TÆKNILAUSNIR = jÁKVÆÐ ÞJÓNUSTUUPPLIFUN
Linda Björk Waage, forstöðumaður Umsjá hjá Nýherja.
Marcel Foederer ITIL AND THE CLOUD, A FOGGY ENVIRONMENT?
Marcel Foederer, IT Service Management trainer, consultant and line manager at IT Preneurs.