Önnur námskynning: Framabraut-Kerfisstjórnun

Vegna eftirspurnar höfum við ákveðið að halda aðra kynningu fyrir áhugasama um Framabraut-Kerfisstjórnun. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar og hefst kl. 17:30 hérna hjá okkur í Promennt, Skeifunni 11b, 2.hæð (rauða húsið á bak við Rúmfatalagerinn).

Við hvetjum áhugasama til að kíkja til okkar, þar munu kennarar og fulltrúi frá núverandi nemendum vera á staðnum og fara nánar yfir námið og innihald þess ásamt því að gefa þeim sem ætla að skrá sig góð ráð til undirbúnings.

Að auki munum við fara yfir þá fjármögnunarmöguleika sem í boði eru.

Endilega kíktu við!

Hér getur þú fengið nánari upplýsingar um Framabraut-Kerfisstjórnun ►