Promennt Open

Þá er komið að því! Fyrsta golfmót Promennt verður haldið laugardaginn 9. ágúst næstkomandi. Mótið fer fram hjá GÖ á Öndverðanesvelli og er leikfyrirkomulagið Texas Scramble.

Leikið verður tveggja manna Texas Scramble. Fer leikurinn þannig fram að fjórir eru í holli, en tveir og tveir í liði. Báðir slá högg af teig, síðan velja þeir þann bolta sem þeim þykir vera í betri stöðu og slá báðir boltann þaðan. Sá sem á þann bolta sem kylfingunum þykir lakari færir því sinn bolta að bolta félaga síns. Sá sem átti besta boltann slær yfirleitt á undan og hinn á eftir. Eftir þau högg endurtekur ferlið sig allt þangað til boltinn er kominn í holuna.

Verðlaun

1. sæti

 • 2x WOWair gjafabréf 20.000 kr.
 • Promennt gjafabréf 30.000 kr.
 • 2x Hole in One gjafabréf 10.000 kr.

2. sæti

 • 2x  Promennt gjafabréf 25.000 kr.
 • 2x Hole in One gjafabréf 20.000 kr.

3. sæti

 • 2x  Promennt gjafabréf 20.000 kr.
 • 2x  Hole in One gjafabréf 10.000 kr.

4. sæti

 • 2x  Promennt gjafabréf 15.000 kr.
 • 2x  Hole in One gjafabréf 5.000 kr.

5. sæti

 • 2x  Promennt gjafabréf 10.000 kr.
 • 2x Hole in One gjafabréf 5.000 kr.

Dregið úr skorkortum
Meðal annars:

 • Gjöf frá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar
 • Glæsilegur JBL Bluetooth hátalari frá Tölvulistanum
 • Lenovo A3500 7“ spjaldtölva frá Nýherja
 • Gjöf frá Gloss.is
 • Gjöf frá Kröflu

Nándarverðlaun á par 3 brautum

 • Björk og Birkir kombó

22. sæti

 • 2x Promennt gjafabréf 22.000 kr.

Teiggjöf

 • Golfboltar
 • Bátur að eigin vali hjá Subway

Skráningar og verð

Opnað verður fyrir skráningar kl. 12 á www.golf.is, mánudaginn 4. ágúst og er þátttökugjald 4.000 kr.

Skráning í Promennt Open
Við hlökkum til að sjá þig.

Góða skemmtun og gangi þér vel.

Starfsfólk Promennt