Ráðstefna um upplýsingaöryggi á morgun

Íslenska upplýsingaöryggisráðstefnan 2012

Upplýsingaöryggi eykur rekstraröryggi

Promennt og Capacent halda ráðstefnu um upplýsingaöryggi á Grand Hótel fimmtudaginn 23.febrúar.

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar Capacent ásamt hinum alþjóðlega virtu fyrirlesurum Paula Januszkiewics og Andy Malone fjalla um það hvernig aukið upplýsingaöryggi eykur rekstraröryggi. Þetta er annað árið í röð sem Íslenska upplýsingaöryggisráðstefnan er haldin en að þessu sinni er áherslan m.a. á öryggi þráðlausra neta, þær ógnir sem aukin notkun rafrænnar auðkenningar getur valdið og áhrif tölvuskýja á upplýsingaöryggi. Þessu til viðbótar munu sérfræðingar Capacent sýna á staðnum hvernig símtæki getur ógnað upplýsingaöryggi fyrirtækja með því að tengjast netkerfum þeirra.

Ráðstefnan stendur frá kl. 9-15:45. Þátttökugjald er 19.900 krónur og eru kaffiveitingar og hádegisverður innifalin.

Nánari upplýsingar og skráning ►

Íslenska upplýsingaöryggisráðstefnan 2012