Skattskil komið í Fræðsluský Promennt

Við höfum bætt við nýju námskeiði í Fræðsluský Promennt
- Skattskil fyrir einstaklinga með rekstur.

Á námskeiðinu er fariðyfir helstu atriði er varða skattskil einstaklinga með atvinnurekstur. Námskeiðið hentar þeim sem hafa lokið við bókhaldsnámskeið eða hafa bókhaldsreynslu. Gert er ráð fyrir að nemendur geti sett upp ársreikninga og hafi haldgóða þekkingu á launaútreikningi. Þetta námskeið er einnig hluti af aðfararnámi fyrir þá sem stefna á Viðurkenningu bókara.

Kíktu í heimsókn í Fræðsluský Promennt