Skráning fyrir haustönn í fullum gangi!

Skráning á námskeið og námsbrautir á haustönn 2012 er í fullum gangi. Úrval námsleiða hefur aldrei verið jafn ríkulegt og einmitt núna. Við hvetjum þig til að skoða hvað í boði er fyrir þitt áhugasvið og láta okkur vita ef einhverjar spurningar brenna á þér, ekki hika við að hafa samband!

Við viljum vekja athygli á því að sætaval er yfirleitt mjög takmarkað þar sem við leggjum áherslu á minni hópa og persónulega kennslu.

Við hlökkum til að heyra í þér.

Starfsfólk Promennt