Starfsemi Promennt í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða

Stjórnvöld hafa hert samkomutakmarkanir og bannað staðnám á öllum skólastigum. Aðgerðir taka gildi nú á miðnætti og mun starfsemi Promennt verða með breyttu sniði á meðan á því stendur.

Námskeiðahald

Kennslan í Promennt mun færast í annað form frá og með morgundeginum. Allri kennslu verður sem sagt haldið samkvæmt stundaskrá, en öll kennsla á okkar vegum verði eingöngu í fjarkennslu í beinni útsendingu gegnum Teams.

Frekari upplýsingar munu koma jafnóðum og þær berast frá stjórnvöldum og það er algjört lykilatriði fyrir nemendur að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum.

Hafir þú einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband með því að senda póst á promennt@promennt.is.

Förum varlega saman!

Starfsfólk Promennt

*english below*

The government has tightened covid related restrictions and banned on-site learning at all school levels. Actions will take effect at midnight and Promennt's operations will have a different format during that time.

Courses

All courses in Promennt will move to another form from tomorrow. All classes will be held according to schedule, but will only be in distance learning, live through Teams.

 

Further information will come as soon as it is received from the government and it is absolutely crucial for students to keep an eye on their e-mail.

 

If you have any questions, do not hesitate to contact us by sending an email to promennt@promennt.is

Let's be careful together!

Promennt staff