Sveigjanleiki fyrir nemendur!

Við bjóðum nemendum upp á mikinn sveigjanleika í námi. Hægt er að taka langflest námskeið okkar í fjarkennslu í beinni útsendingu sé þess óskað. Þann möguleika nýta nemendur sér í auknum mæli. Með fjarkennslu í beinni útsendingu geta nemendur nefnilega tekið þátt í kennslustundum hvar sem þeir vilja, hvort sem það er heima í stofu, í fundarherbergi á vinnustað eða annars staðar.

Fjarkennslan hefur sérstaklega sparað nemendum á landsbyggðinni sporin, svo ekki sé talað um þá sem búa í útlöndum. Að auki geta nemendur púslað saman námskeiði úr morgun-, síðdegis- og kvöldtímum, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum, og það hefur reynst vaktafólki sérlega vel.

Meira um fjarkennslu í beinni útsendingu.