Hraðbraut Viðurkenndur bókari er komin í Fræðsluský Promennt

Promennt kynnir með stolti - Hraðbraut Viðurkenndur bókari - í Fræðsluskýi Promennt. 

Okkar sívinsæla námskeið, Viðurkenndur bókari, er komið í Fræðsluský Promennt. Við erum stolt af því að geta boðið Bókhald grunn, Bókhald fyrir lengra komna og Skattskil í Fræðsluskýinu okkar. Lokahlutinn er alltaf kenndur í staðkennslu/Fjarkennslu í beinni en er að sjálfsögðu innifalinn í Hraðbraut. 

Í Fræðsluskýi Promennt fer kennslan fram í formi kennslumyndbanda og eru verkefni samhliða. Nemendur stýra ferðinni - það er tímasetningu og hraðanum á námskeiðinu og er aðgengi nemenda að kennara alla virka daga á mili 8/9 - 16/17. 

 

Andrea Björg nemandi Promennt á Hraðbrautar Viðurkenndur bókari:
" Námið var ótrúlega vel upp sett. Mér fannst mjög þægilegt að geta tekið námið algjörlega á mínum hraða. Kennararnir koma efninu mjög skipulega og vel frá sér og voru snöggir að svara töluvpóstum ef mig vantaði aðstoð."

   

Við bjóðum Hraðbraut Viðurkenndan bókara nú á frábæru verð -  459.000 kr.

Við svörum öllum fyrirspurnum á netfanginu promennt@promennt.is eða í síma 519-7550.