Viðurkenndur bókari - loka hluti

 • Morgunhópur

  Dags. 11. ágú '21 - 27. nóv '21
  Dagar fim-lau
  Tími 16:30-19:30 (lau 09:00-13:00)
  Verð 249.000 kr.

Hefur þú áhuga á að vinna við bókhald og fara alla leið og öðlast réttindi sem VIÐURKENNDUR BÓKARI?

Námsbrautin Viðurkenndur bókari er öflugt nám fyrir þá sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og stefna á próf til viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um bókhald (skv. 43. grein laga nr. 145/1994).  

 

Kennsla fer fram bæði í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og vekjum við sérstaka athygli á því að þetta nám er í boði í staðnámi, fjarkennslu í beinni og þar að auki fá nemendur nú aðgang að upptökum frá öllum kennslustundum. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi með sér fartölvur. Um lotukennslu er að ræða, þ.e kennt u.þ.b. tvær til þrjár helgar í mánuði, en engin mætingarskylda er á námskeiðið. 

 

Markmið

Markmiðið með þessu geysiöfluga námi er að nemendur öðlist þá þekkingu og hæfni sem þarf til að verða vel undirbúnir fyrir próf til viðurkenningar bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 

Í lok námsins hefur þátttakandi: 

Öðlast hæfni til að taka próf til viðurkenningar bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Fyrir hverja?

Um er að ræða mjög gagnlegt og áhugavert nám sem gerir miklar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og hafa áhuga á að ná frama á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana og styrkja kunnáttu sína. 

Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu, hafa reynslu af bókhaldsstörfum og/eða lokið grunnnámi í bókhaldi (Bókhald grunnur og Bókaranám fyrir lengra komna).

Viðfangsefni námsbrautarinnar

Námið er mjög góður undirbúningur fyrir próf til viðurkenningar bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um bókhald (skv. 43. grein laga nr. 145/1994).  Ath. að prófið, sem er í þremur hlutum og haldið er á haustin, er alfarið á vegum ráðuneytisins og er prófgjald greitt sérstaklega og auglýst af ráðuneytinu. 

 
Námið skiptist í eftirfarandi hluta:
 • Reikningshald
 • Upplýsingatækni
 • Skattskil

1. HLUTI: Reikningshald

Markmið námshlutans er að auka skilning nemenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil byggja á.

Helstu viðfangsefni:

 • Eðli tvíhliða bókhalds: Debet, kredit, bókhaldsreikningar, dagbók, aðalbók, undirbækur og prófjöfnuður.
 • Grundvallarhugtök, grunnreglur og forsendur. 
 • Ýmis tækniatriði er varða reikningsskil.
 • Greining ársreikninga með aðstoð kennitalna.
 • Lög um bókhald, lög um ársreikninga, reglugerð um innihald og framsetningu ársreikninga.

2. HLUTI: Upplýsingatækni

Markmið námshlutans er að efla skilning á grunnatriðum innra eftirlits og öryggis á upplýsingakerfum ásamt því að efla kunnáttu á noktun töflureiknis (Excel).

Helstu viðfangsefni:

 • Upplýsingakerfi og öryggi í upplýsingatækni.
 • Töflureiknir (Excel):
  • prófjöfnuður
  • uppsetning ársreikninga
  • fyrningartafla, afstemmingarskjal tryggingagjalds og virðisaukaskatts
  • reglugerð um rafrænt bókhald

3. HLUTI: Skattskil
Markmið námshlutans er að auka þekkingu nemenda á skattalögum og reglum um skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga.

Viðfangsefni:

 • Helstu atriði laga um tekjuskatt, laga og reglna um virðisaukaskatt: skattskyldar tekjur, A, B og C tekjur, frádráttarliðir, söluhagnaður, fyrningarreglur, tekjuskattstofn.
 • Útfylling skattframtals einstaklinga og lítilla fyrirtækja, uppgjör virðisaukaskatts og vörsluskatta, samskipti við RSK, kæruleiðir til yfirskattanefndar.
 • Frjáls og sérstök skráning virðisaukaskattsskyldra aðila.
 • Munurinn á reiknuðum tekjuskatti og gjaldfærðum, frestaður tekjuskattur/skattinneign (meginatriði).
 • Fyrirtækjaskrá RSK, helstu félagaform (hf., ehf., sf. og slf.) og mismunandi ábyrgð hluthafa/eigenda, reglur um arðgreiðslur/úthlutun á eigin fé.

Sjá nánari lýsingu og hæfniviðmið hér►

Námsmat

Að loknum hverjum hluta námsins þreyta nemendur próf á vegum ráðuneytisins til að öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari (þrjú próf).

Kennslufyrirkomulag

Staðnám og/eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Kennsla fer almennt fram fimmtudaga, föstudaga og laugardaga, tvær til þrjár helgar í mánuði en einnig er kennt miðvikudaginn 11. ágúst og mánudaginn 20. september, samkvæmt stundaskrá. Kennsla fer fram bæði í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og vekjum við sérstaka athygli á því að þetta nám er í boði í staðnámi, fjarkennslu í beinni og þar að auki fá nemendur nú aðgang að upptökum frá kennslustundum. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi með sér fartölvur. 

Fræðsluskýið Staðkennsla Fjarkennsla í beinni

 

Staðkennslan fer fram hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli. 

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni ►

Annað

Greiðslur: Hægt er að greiða með Netgíró (staðgreiðsla eða drefing). Við bjóðum upp einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða og vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. 

Vakin er athygli á því að framhaldsskólum er í sjálfsvald sett hvernig þeir meta námið. 

*Í ágúst og nóvember er kennt tvær helgar í röð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð
Staðarnám / Onsite 11.08. 2021 -
27.11. 2021
fim-lau 16:30-19:30 (lau 09:00-13:00) 249.000 kr. Skráning / Registration
Fjarkennsla í beinni / Remote 11.08. 2021 -
27.11. 2021
fim-lau 16:30-19:30 (lau 09:00-13:00) 249.000 kr. Skráning / Registration