Skráning er hafin fyrir vorönn

Við höfum formlega opnað fyrir skráningu á vorönn 2021. Námbrautirnar okkar verða á sínum stað auk fjölda nýrra námskeiða sem bætast við jafnt og þétt yfir önnina. 

Við hvetjum þá sem hafa spurningar varðandi námsleiðir og námskeið að hægt er að panta símtal frá námstjóranum okkar sem getur veitt ráðgjöf við val á námi.

Við viljum minna á að flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).