Tilkynning vegna bruna í Skeifunni 11

Í ljósi atburða síðastliðins sólarhrings þar sem kviknaði í Skeifunni 11 viljum við hjá Promennt koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri:

Fyrst og fremst þökkum við slökkviliði og öðrum björgunaraðilum fyrir frábært og ótrúlega óeigingjarnt starf. Eftir að hafa metið aðstæður í húsnæði Promennt þá sjáum við að staðan er miklu betri en við þorðum að vona. Við sjáum því ekkert því til fyrirstöðu að hefja eðlilega starfsemi innan skamms.

Þar til rafmagn verður komið á húsið og tölvukerfi okkar komið upp þá veitum við allar upplýsingar í síma 519-7550. Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurn á promennt@gmail.com og í gegnum vefinn okkar www.promennt.is. Skráning í próf og á námskeið fer sem áður fram í gegnum vefinn okkar www.promennt.is.

Við viljum að auki þakka öllum sem sýnt hafa velvild sína og boðið hafa fram aðstoð á einn eða annan hátt, það er okkur afar mikils virði.

Starfsfólk Promennt