Tollmiðlaranámskeið

Promennt í samstarfi við Tollskóla ríkisins stendur fyrir námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld. Á námskeiðinu er boðið upp á nám í tollflokkun, tollskýrslugerð, meðferð ótollafgreiddrar vöru, ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda og upplýsingum sem veittar eru tollyfirvöldum, og reglum um greiðslufrest aðflutningsgjalda.

Kennsla fer fram í formi fyrirlestra auk þess sem þátttakendur vinna verkefni til þjálfunar í einstökum þáttum, í kennslustundum eða sem heimaverkefni. Kennsla er í höndum starfandi sérfræðingar hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands.

Námskeiðið hefst 17. maí næstkomandi í Skeifunni 11b en Fjarkennsla í beinni er á sínum stað. 

Nánari upplýsingar um námskeið