dk - Félagakerfi - styrkir og reglur

Námskeið í styrkjum og reglum í félagakerfi dk er ætlað þeim sem hafa unnið við félagakerfið og þekkja vel inn á grunninn. Námskeiðið er gert til þess að þátttakendur öðlist betri þekkingu á að meðhöndla styrki og setja reglur varðandi þá.
Á þessu hnitmiðaða námskeiði í styrkjum og reglum í félagakerfinu er farið yfir helstu notkunarmöguleika þess í kerfinu.

Öll námsgögn eru á staðnum.

Námskeiðið er unnið í samvinnu við dk hugbúnað og eru kennarar námskeiðis starfsmenn þar.

Markmið

Í lok námskeiðs geta þátttakendur:

  • Meðhöndlað styrki frá upphafi til enda
  • Gert, breytt og bætt við reglum um styrki

Viðfangsefni

Farið verður yfir styrki og reglur í félagakerfi dk:

  • Uppsetningu styrkja
  • Uppsetningu styrkjareglna
  • Skráningu umsókna og aðra meðhöndlun
  • Greiðslu umsókna

Námsefni

Öll námsgögn eru á staðnum og aðgangur að dk kennslugögnum í tölvum Promennt.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Þetta námskeið er ekki tekið upp.

Athugið að fjarnemar þurfa að setja upp dk hugbúnað á sinni tölvu og munu fá leiðbeiningar þess efnis fyrir upphaf námskeiðs.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir/Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.