Sölu-, markaðs- og rekstrarnám

 • "Hentar vel þeim sem eru með viðskiptahugmynd"
  Í náminu færðu frábæra þjálfun áður en þú ferð lengra!
  Útskriftarnemandi 2019
 • "Rosalega þægilegt að geta tekið þátt í Fjarkennslu í beinni"
  Fjarkennslan er klárlega kostur, hef þurft að grípa í hana þegar ég hef verið á ferðalagi, t.d. í Nepal. Þá missti ég ekki úr námi þó ég gæti ekki mætt í kennslustofuna.
  Útskriftarnemandi 2019
 • "Námið hefur veitt mér aukið sjálfsöryggi!"
  Bara það að hafa tekið skrefið og byrjað var stórt skref. Þú ert klárlega að fara út fyrir þægindarammann.
  Útskriftarnemandi 2019

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám Promennt er með það að markmiði að nemendur geti aflað sér öflugrar þekkingar á sviði markaðs- og sölumála. Nemendur læra grundvallaratriði í rekstri fyrirtækja, stofna fyrirtæki sem lokaverkefni og læra að setja upp viðskiptaáætlun. Auk þess öðlast nemendur góða þekkingu á markaðs- og sölufræðum og færni í að nýta sér samfélagsmiðla á borð við Facebook, Google og Mailchimp á þeim vettvangi. Frábærir kennarar úr atvinnulífinu með fjölbreyttan bakgrunn og góða reynslu á sviði sölu og markaðsmála.

Námsbrautin er tveggja anna (432 kennslustundir) námsbraut unnin í samstarfi við Framvegis – miðstöð símenntunar fyrir fólk, 18 ára eða eldra með stutta formlega skólagöngu að baki, sem vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með því að öðlast hagnýta þekkingu á sölu-, markaðs- og rekstrarmálum. Mögulegt er að meta námið til 22 eininga á framhaldsskólastigi. Kennt er eftir viðurkenndri námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

Styrkt af fræðslusjóði 
– tryggir frábær kjör

Námsbrautin er unnin í samvinnu við símenntunarmiðstöðina Framvegis og er styrkt af Fræðslusjóði. Þess vegna er hægt að bjóða þessa geysiöflugu námsbraut á hreint ótrúlegu verði eða 113.000 kr. (en heildarvirði er 590.000 kr.).

Inntökuskilyrði

Um er að ræða mjög gagnlega og áhugaverða námsbraut sem gerir kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem vilja auka færni sína á vinnumarkaði með því að öðlast hagnýta þekkingu á sölu-, markaðs- og rekstrarmálum. ATH að Sölu-, markaðs- og rekstrarnám Promennt og Framvegis er ætlað fólki sem er 18 ára eða eldra og hefur ekki lokið framhaldsskóla.

Upptökur frá kennslustundum

Nemendur upptökur af öllum kennslustundum sem veitir frábæran stuðning við námið sem gagnast nemendum vel hvort sem námið er stundað í fjarkennslu eða í staðnámi.

Tímasetningar  kennslu

Námsbrautin er kennd á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00-21:00. Gert er ráð fyrir kennslu á laugardögum í stundaskrá en sú kennsla fer öll fram í formi vendináms, það þýðir að það er ekki kennt í kennslustofu þá daga (sjá hér fyrir neðan). Ekki er kennt yfir sumartímann.

Auk hefðbundinnar staðkennslu og fjarkennslu í beinni útsendingu er lögð sérstök áhersla á vendinám (Flipped Classroom). Nemendur geta horft á hluta námsins hvar og hvenær sem er og eru jafnframt hvattir til að taka þátt í umræðum með kennara og samnemendum á netinu. Vendinám er lifandi ferli þar sem þátttakandi fær aukin tækifæri til að læra á eigin forsendum.

Sveigjanleiki í námi

Námsbrautin er kennd samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Kennslufyrirkomulagið er nýstárlegt og skemmtilegt. Auk hefðbundinnar staðkennslu og fjarkennslu í beinni útsendingu er lögð sérstök áhersla á vendinám (Flipped Classroom). Einnig fá nemendur aðgang að upptökum frá öllum kennslustundum ásamt ítarefni. Nemendur geta horft á hluta námsins hvar og hvenær sem er og eru jafnframt hvattir til að taka þátt í umræðum með kennara og samnemendum á netinu. Vendinám er lifandi ferli þar sem þátttakandi fær aukin tækifæri til að læra á eigin forsendum.

Markmið

Í lok námsins hefur þátttakandi lært grundvallaratriði í rekstri fyrirtækja og lært að setja upp viðskiptaáætlun. Auk þess öðlast nemendur góða þekkingu á markaðs- og sölufræðum og færni í að nýta sér samfélagsmiðla á borð við Facebook, Google og Mailchimp á þeim vettvangi. Frábærir kennarar úr atvinnulífinu með fjölbreytta bakgrunn og góða reynslu á sviði sölu og markaðsmála.

Viðfangsefni

Námstækni
Námsbrautin hefst á kynningu og í framhaldi verður nemendum kennd námstækni þar sem þeir öðlast þekkingu á mismunandi leiðum til að ná betri árangri í námi. Farið er í hvernig efla eigi áhuga og auka skiplag. Nemendur hljóta einnig þjálfun í notkun mismunandi verkfæra sem nýtast við að bæta námsárangur ásamt því að kynntar eru aðferðir til markmiðasetningar og tímastjórnunar.

Samskipti, sjálfstraust og framkoma
Í öðrum hluta námsins er lögð áhersla á að nemendur öðlist góða færni í tjáningu og framkomu, læri virka hlustun og listina að gagnrýna ásamt því að geta tekið gagnrýni. Nemendur hljóta þjálfun sem miðar að því að byggja upp og styrkja sjálfstraust ásamt því að kynntar eru aðferðir til betri samskipta.

Verkefnastjórnun
Farið er yfir grundvallaratriði í verkefnastjórnun. Ýmis hugtök eru kynnt til sögunnar, farið yfir markmið og umfang verkefni, ætlunargerð, forgangsröðun og niðurbrot verkefnis. Nemendur læra einnig að nota MindManager forritið við verkefnastjórnun og fá forritið frítt (verðmæti 35.000 kr.).

Frumkvöðlafræði
Eftir kynningu á grunnhugtökum eiga nemendur að hafa öðlast skilning á mismunandi aðferðum til að koma auga á viðskiptatækifæri. Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda sem felst í því að stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á eigin viðskiptahugmynd. Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og mikilvægi jákvæðra samskipta þannig að hver einstaklingur fái að njóta sín og finna hvernig hæfileikar hans nýtast best.

Tölvu-og upplýsingafærni
Við hvers konar skrifstofustörf er nauðsynlegt að hafa góða alhliða tölvuþekkingu. Í þessum hluta námsins er farið í þær tölvugreinar sem nauðsynlegt er að kunna góð skil á við alhliða skrifstofustörf. Byrjað verður á að fara í Windows tölvugrunn þar sem meðal annars verður farið yfir hvernig standa skal að skjalavörslu í Windows umhverfinu og teknar eru fyrir helstu stillingar stýrikerfisins sem öflugir tölvunotendur þurfa að kunna skil á. Helstu forritin sem tekin eru fyrir eru Word, Excel, Outlook og PowerPoint. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra en mestur þunginn er þó í verklegum æfingum. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur læri að nota skýjalausnir og Office 365 við samskipti og teymisvinnu.

 • Ritvinnsla í Word. Auk þess helsta sem forritið býður uppá er lögð áhersla á það hvernig forritið getur nýst við sölu- og markaðsstörf, m.a. uppsetning og frágangur tilboða, dreifibréf, markpóstur ofl.
 • Excel. Nemendur læra að nota Excel við áætlunargerð ásamt því að vinna með stærri töflur og gagnalista. Hér er sérstök áhersla á hvernig þetta öfluga forrit nýtist í sölu- og markaðsstörfum.
 • Outlook tölvupóstur í fyrirtækjaumhverfi, dagbók og skipulag.
 • Kynningartækni með PowerPoint. Farið í það hvernig á að setja upp lifandi og skemmtilegar kynningar. Einnig fá þátttakendur æfingu í að flytja kynningar á áhrifaríkan og sterkan hátt.
 • Skýjalausnir og notkun Office 365. Farið er í hvernig hægt er að nota skýjalausnir við vistun og deilingu gagna. Jafnframt er farið í hvernig hægt er að nota Office 365 við samskipti og teymisvinnu.

Verslunarreikningur
Rifjuð er upp einföld talnameðferð s.s. almenn brot, tugabrot, jöfnur og hlutföll. Helstu vaxtaformúlur kynntar og æfingadæmi reiknuð, einnig eru helstu vaxtahugtök útskýrð með dæmum og æfingum. Vísitölur og verðtryggingar eru kynntar og meðferð þeirra útskýrð. Raðgreiðslur greiðslukorta. 

Lykiltölur og lausafé
Hér er m.a. farið í gerð mismunandi áætlana hjá fyrirtækjum svo sem greiðsluáætlun og rekstraráætlun og hvernig þær tölur gefa okkur mynd af efnahag í lok árs. Einnig er farið í mat fjárfestingakosta með notkun fjármálafalla til útreiknings á núvirði og framtíðarvirði þeirra. Einnig eru kenndar ýmsar aðferðir við arðsemisútreikninga, jafnvægisgreiningu og fleira.

Sölutækni-viðskiptatengsl – þjónusta
Tekin eru fyrir þau atriði sem skipta meginmáli í árangursríkri sölumennsku. Nemendur munu öðlast hæfni í því hvernig er hægt að tryggja jákvætt samband við viðskiptavini og hvernig söluferlið er byggt upp með hliðsjón af söluhringnum. Að auki eru mikilvæg atriði í þjónustu við viðskiptavini tekin fyrir.

Markaðsfræði
Í þessari einingu námsins er farið yfir grunnþætti markaðsfræðinnar. Markmiðið er að nemendur skilji grunnþætti markaðsstarfs og mikilvægi þess í daglegri starfsemi fyrirtækja. Hér fléttast saman gamalgróin hugmyndafræði markaðsfræðinnar við nýrri aðferðir og tækni sem í boði er.

Markaðsrannsóknir
Markaðsrannsóknir eru mikilvægt verkfæri til öflunar upplýsinga um neytendahegðun. Slíkar upplýsingar eru fyrirtækjum lífsnauðsynlegar í samkeppninni um viðskiptavini og grunnurinn að því hvernig beita skuli markaðsaðgerðum.
Í þessum hluta námsins munu nemendur öðlast frekari þekkingu á mikilvægi markaðsrannsókna, tilgangi þeirra og kynnast mismunandi rannsóknaraðferðum. Mismunandi forrit við gerð markaðsrannsókna eru kynnt til sögunnar. Sérstök áhersla er á raundæmi og þurfa nemendur að skipuleggja og framkvæma markaðsrannsókn.

Markaðssetning á netinu og samfélagsmiðlar sem markaðstæki
Markaðssetning á netinu er orðinn órjúfanlegur hluti af nútíma markaðsstarfi. Í þessari einingu er fjallað um allar helstu samskiptaleiðir netsins: samfélagsmiðla, leitarvélar, vefborða og tölvupóst. Að auki verða kynntir mismunandi möguleikar á mælingum með vefgreiningartólum á vefsíðum, öppum og auglýsingum og hvernig þær mælingar geta nýst í markaðsstarfinu. Þá er farið yfir hvernig samfélagsmiðlar eru notaðir sem markaðstæki, hvað ber að varast og hvar liggja tækifærin. Hvað virkar og hvað ekki?

Gerð kynningarefnis
Nemendur læra hvernig setja eigi fram kynningarefni á nútímalegan hátt og jafnframt hvers konar kynningarefni hentar fyrir mismunandi miðla. Farið er yfir hvernig vinna skal myndefni fyrir vef ásamt því hvernig ganga skuli frá texta. Nemendur munu öðlast grunnþekkingu í uppsetningu og meðferð myndefnis og texta.

Samningatækni
Góð samningatækni er gulls ígildi og því munu nemendur læra grundvallaratriðið í samningaviðræðum, mikilvægi beitingu samningatækni við samningaborðið þannig að aukin verðmæti skapist. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar og samtöl. Gefin eru tækifæri á því að spreyta sig við samningaborðið.

Viðskiptaáætlun – lokaverkni
Þegar komið er út á vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa hagnýta reynslu af viðfangsefninu. Í lok námsbrautarinnar er lagt fyrir nemendur yfirgripsmikið lokaverkefni þar sem tekið er fyrir það helsta sem farið hefur verið yfir í náminu. Hér fá nemendur tækifæri til að hanna vöru/þjónustu frá grunni, áætla kostnað og arðsemi og hvernig markaðssetja skal vöruna. Hér þurfa nemendur að sýna fram á að þeir geti nýtt sér alla þætti námsins. Mikil áhersla er lögð á verklega vinnu með stuðningi kennara.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir. Til að ljúka námi þarf mæting að vera lágmark 80% af heildarfjölda kennslustunda og ljúka þarf lokaverkefni.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

 

 

Mikilvægar upplýsingar

Mætingaskylda: 80% af heildarfjölda kennslustunda
Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum). Vinnumálastofnun niðurgreiðir einnig nám hjá Promennt.
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.