Red Hat System Adm­in­istrati­on II (RH134)

Red Hat kerfisstjónun II (RH134) er ætlað fagfólki sem stefnir að vottun í Enterprise Linux kerfisumsjón. Námskeiðið er framhald af Red Hat kerfisstjórnun I og er byggt á sömu hugmynda- og aðferðafræði.


Þetta námskeið er verkefnamiðað, gefur nemendum færi á að leysa sértæk verkefni, eiga samskipti og byggja umræður til að tryggja hámarks skil á þekkingu. Nemendur byggja ofan á þá grunnþekkingu sína á skipanalínunni til þess að kafa dýpra ofan í Red Hat Linux og víkka færni sína í Linux kerfisumsjón. 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem stefnir að vottun í Enterprise Linux kerfisumsjón. 

Markmið og viðfangsefni

Þegar þessu fjögurra daga námskeiði er lokið munu nemendur búa yfir færni til þess að hafa umsjón með skráarsniðum, diskastýringum, aðgengi og réttindum og geta bilanagreint eftir bestu aðferðum. Nemendur sem sækja Red Hat kerfissjónun I og II eru að fullu undirbúnir til þess að takast á við Red Hat Certified System Administration (RHCSA) prófið.

Annað

Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða og vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði. Minnum einnig á námslán hjá Námslánasjóðnum Framtíðin.
Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. 

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.