Photoshop

  • "Frábært námskeið"
    Sýndi mér inn í heim myndvinnslu og hversu óendanlegir möguleikar eru fyrir hendi í þeim efnum. Photoshop er listgrein út af fyrir sig. Mæli með þessu fyrir alla sem hafa áhuga á myndvinnslu. Hefur svo sannarlega nýst mér.
    Sigríður Einarsdóttir (Photoshop 2)
  • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

    Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu

Photoshop (CC) er ítarlegt námskeið fyrir þá sem vilja ná mikilli þekkingu og færni í notkun myndvinnsluforriti. Markmið námskeiðsins að nemandi geti tileinkað sé færni í alhliða myndvinnslu og lagfæringar.

- ÁRSAÐGANGUR AÐ ADOBE CREATIVE CLOUD FYLGIR -

Inntökuskilyrði

Ekki er nauðsynlegt að hafa þekkingu á Photoshop enda er forritið tekið frá grunni. Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvuþekkingu þar sem yfirferð er nokkuð hröð á þessu námskeiði.

Markmið

Að loknu námskeiði getur þátttakandi:

  • Unnið alhliða myndvinnslu og lagfæringar, sem dæmi:
    • Þekkt rasta og vektoramyndir.
    • Unnið með stærð mynda
    • Skilið lagskiptingar og blöndun

Viðfangsefni

Tekin er fyrir alhliða myndvinnsla, myndlagfæringar, litaleiðréttingar og myndasamsetningar fyrir skjá og prentun. Þátttakendur læra notkun helstu áhalda, tækja og valmynda:

  • Kynning (rasta og vektoramyndir)
  • Stærð mynda (upplausn, stærðareiningar, sneiðing)
  • Val svæða (fernings-, hrings- og snöruval og töfrasproti)
  • Lagskiptingar
  • Blöndun (gegnsæi og fjöðrun brúna)
  • Hamir (sv/hv, lita og gráskala)
  • Litir og málun
  • Textavinnsla
  • Stilling mynda (birta og skerpa)
  • Vistun mynda (tegundir myndskjala og eiginleikar)

Kennsluáætlun

  1. Verkfæri í Photoshop
  2. Leiðakerfi í Photoshop
  3. Litir í Photoshop
  4. Layerar í Photoshop
  5. Myndir í Photoshop
  6. Myndvinnsla í Photoshop
  7. Myndvinnsla í Photoshop

Námsefni

Allt kennsluefni er innifalið, ásamt ársaðgangi að Adobe Creative Cloud.

Tímasetning kennslu

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00-21:30 og valda laugardaga kl 9-12:30.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir og Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.