Almennt tölvunám

 • "Námið hjálpaði mér að öðlast það sjáfstraust sem þurfti til að sækja um nýtt og krefjandi starf"
  "Ég fékk mjög gott starf á frábærum vinnustað strax að loknu námi. Það er aldrei of seint að byrja að læra eitthvað nýtt. Fyrir mig var þetta góð fjárfesting og frábær tími í góðum félagsskap í frábærum skóla"
  Sóley Rut Ísleifsdóttir, þjónustufulltrúi
 • "Hér tók ég mín fyrstu skref í tölvuvinnslu og það voru gæfuspor"
  "Hér tók ég mín fyrstu skref og það voru gæfuspor."
  Hörður Jónsson (Almennt tölvunám)
 • "Ég get gefið skólanum og námskeiðinu mín bestu meðmæli"
  Ég var mjög ánægð með námskeiðið, kennslugögnin, og kennsluna, en kennarinn hún Ragnheiður var frábær, kom efninu mög vel til skila og gerði það á skemmtilegan hátt.
  Kristín Steinþórsdóttir, sjúkraliði (Almennt tölvunám)
 • Morgunhópur

  Dags. 15. okt '24 - 19. nóv '24
  Dagar þri, fim
  Tími 08:30-12:00
  Lengd 60 std. - 11 skipti
  Verð 99.000 kr.
Almennt tölvunám

Hagnýtt og vandað námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta við sig almennri tölvuþekkingu og vilja auka við hæfni sína. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist hagnýta þekkingu og færni í Word, Excel og Outlook. 

Fyrir hverja?

Þátttakendur þurfa að hafa lágmarksþekkingu á internetinu og að hafa sent og tekið á móti tölvupósti. 

Markmið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist hagnýta þekkingu í tölvuvinnslu sem nýtist jafnt í starfi sem heima og öðlist öryggi og færni í notkun helstu skrifstofuforritanna, Word, Excel og Outlook.


Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að:

 • Þekkja helstu skipanir Windows stýrikerfisins og meðhöndla skrár og möppur á réttan hátt.
 • Nota ritvinnslu við öll helstu dagleg verkefni, ganga faglega frá skjölum í Word og vinna hraðar og af meira öryggi í ritvinnslu.
 • Velja og meta flestar þær aðgerðir sem til greina koma við reikningslega úrlausn og uppbyggingu ásamt framsetningu verkefna í Excel.
 • Leita sér upplýsinga á Netinu á markvissan og faglegan hátt og skilja helstu hættur sem geta steðjað þar að.
 • Nota Outlook tölvupóst og skipulag jafnt heima sem á vinnustað.

Viðfangsefni

Á fyrsta degi námskeiðsins verður byrjað á kennslu á Teams og Office 365 og farið hratt yfir eftirfarandi grunnþætti til að auka öryggi þátttakenda:

 • Grunnatriði vélbúnaðar og hugbúnaðar - allra nauðsynlegustu hugtök og skammstafanir útskýrð.
 • Lyklaborðið fyrir lengra komna, helstu flýtilyklar.
 • Notkun helstu fylgiforrita Windows.
 • Aðlögun skjáborðs, bakgrunnur og skjáhvílur.
 • File Explorer - Skráarvafri.
 • Æfingar í allri skjalastjórnun og að búa til möppur
 • Drif, geymslumiðlar og skýjalausnir.

Eftir að búið er að fara styrkja grunnatriðin með Windows tölvugrunninum eru eftirfarandi forrit tekin fyrir (smelltu á heiti til að fá nánari lýsingu):

Námsefni

Eftirfarandi, rafrænar, kennslubækur á íslensku eru innifaldar í námskeiðisgjaldinu:

 • Kennslubók í Word
 • Kennslubók í Excel
 • Kennslubók í Outlook

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Mikilvægar upplýsingar

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.

►Styrkir: Vinnumálastofnun, stéttarfélög og fræðslusjóðir styrkja nám hjá Promennt. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. 
Námsefni: Allt kennsluefni er innifalið í námskeiðisgjaldi.
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð
Staðarnám / Onsite 15.10. 2024 -
19.11. 2024
þri, fim 08:30-12:00 99.000 kr. Skráning / Registration
Fjarkennsla í beinni / Remote 15.10. 2024 -
19.11. 2024
þri, fim 08:30-12:00 99.000 kr. Skráning / Registration