Power Bi - Gagnagreining og framsetning

Mikil gróska hefur verið á sviði viðskiptagreindar síðastliðin ár með tilkomu fjölmargra öflugra gagnagreiningar- og framsetningartóla. Flest eiga þau það sameiginlegt að gera notendum kleift að gera öflugar greiningar á margskonar gagnasöfnum á einfaldan og fljótvirkan hátt.


Á þessu námskeiði verður farið yfir nýjasta útspil Microsoft í viðskiptagreind sem að margra mati mun leiða þessa þróun á komandi árum og gengur undir nafninu Power BI. Nemendur munu læra að beita Power BI til þess að tengjast við gögn ásamt því að greina og móta gögn til þess að draga fram áhugaverðar hliðar á þeim. Einnig verður þróun gagna skoðuð yfir tíma sem getur leitt til upplýstari ákvarðanatöku. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir sérfræðinga og stjórnendur sem vilja geta gert áhugaverðar greiningar á einfaldan og umfram allt fljótvirkan hátt.

Viðfangsefni

Í grunninn er Power BI skýjaþjónusta með fjölmarga tengimöguleika. Á þessu námskeiði verður áhersla lögð á Power BI Desktop sem er sjálfstæður hugbúnaður sem ætlaður er til gagnagreininga og þróunar á skýrslum sem síðan eru birtar í skýjaþjónustunni ásamt mælaborðum.
Hafist verður handa við að tengjast mismunandi gagnalindum þar sem gögnin verða formuð notkunar á síðari stigum. Því næst verður farið í það hvernig hægt er að auðga gögnin með því að bæta við útreiknuðum gildum. Að lokinni gagnavinnslu verður farið yfir framsetningaleiðir með gerð skýrslna og mælaborða.
Að auki verður farið yfir það hvernig einfalt er að tengja afraksturinn upp í skýið og deila með öðrum með hefðbundnum vefrápara og/eða í farsíma með viðeigandi “appi”.

  1. Kynning. Sagan og núverandi staða
  2. Innlestur og gagnagreinsun
  3. Venslun og auðgun gagna.
  4. Framsetning – Skýrslur og mælaborð.
  5. Dreifing og deiling
  6. Tengimöguleikar við Excel
  7. Lifandi gagnalindir
  8. Tengimöguleikar - API

Kennsluaðferð

Kennsla fer fram með stuttri kynningu fyrir hvern námsþátt en þar að auki er mikil áhersla lögð á verklegar æfingar.

Markmið

Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa góðan grunn til þess að gera gagnagreiningar út frá margskonar gagnalindum ásamt því að kunna að útbúa skýrslur og mælaborð.

Kennari

Kennari á námskeiðinu er Margrét Björk Svavarsdóttir, ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar og rekstrar. Margrét er hagfræðingur með M.Sch. í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands og hefur mikla reynslu af gagnavinnslu og -greiningu.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni ►

 

Annað

Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. Þú getur líka haft samband okkur í síma 519-7550 eða sendu okkur línu á promennt@promennt.is og við aðstoðum þig við að finna út úr hvaða styrkjum þú átt rétt á.

►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.