Bókaranám - fyrir lengra komna

 • "Námskeiðið er gott"
  "Mjög gott að kynnast forritunum og þetta á eftir að nýtast vel þegar maður sækir um skrifstofustörf."
  Nemandi á Bókhald-framhald
 • Morgunhópur

  Dags. 19. sep '24 - 12. des '24
  Dagar þri, fim
  Tími 08:30-12:00
  Lengd 137 std. - 25 skipti
  Verð 299.000 kr.
 • Kvöldhópur

  Dags. 19. sep '24 - 12. des '24
  Dagar þri, fim
  Tími 17:30-21:00
  Lengd 137 std. - 25 skipti
  Verð 299.000 kr.
 • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

  Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu

Bókaranám fyrir lengra komna er hagnýtt framhaldsnámskeið í bókhaldi. Námskeiðið hentar þeim sem hafa einhverja bókhaldsreynslu eða hafa lokið skrifstofu- og/eða bókhaldsnámi og vilja ná dýpri þekkingu og færni í bókhaldi. Þetta námskeið er einnig hugsað sem aðfararnám fyrir þá sem stefna á námið Viðurkenndur bókari. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

Markmið

Að loknu námskeiði getur þátttakandi með/án hjálpargagna:

 • Fært fjárhagsbókhald.
 • Gert vsk uppgjör, stemmt af og gert leiðréttingarskýrslur.
 • Reiknað út laun og launatengd gjöld.
 • Gert grein fyrir hvað telst til launahlunninda og hvað ekki.
 • Fært launabókhald, gert launamiða, launaframtal og skil til skatts (Laun eru færð í DK).
 • Fært leiðréttingarfærslur.
 • Notað þá leikni sem hann hefur öðlast á námskeiðinu til að stemma af:
  • bankareikninga og kreditkort
  • stöðu lána og skuldabréfa
  • viðskiptamenn og lánadrottna
  • laun og launatengd gjöld
  • ógr. laun og launatengd gjöld
  • aðkeypta þjónustu og verktakagreiðslur
  • stöðu opinberra gjalda og greiðslufrests aðflutningsgjalda
  • ógr. reikninga, fyrirframgr. reikninga og tekna
 • Notað þá leikni sem hann hefur öðlast á námskeiðinu til að gera að gera uppgjörs- og lokafærslur vegna:
  • ógr. gjalda, fyrirframgr. reikninga og tekna
  • óseldra vara (birgða)
  • fyrninga eigna og krafna
  • vegna leiðréttinga
  • uppfærslu lána
  • færslu niðurstöðu reikninga á efnahags- og rekstrarreikning
 • Gert skil á bókhaldi til endurskoðenda ásamt þeim gögnum sem þurfa að fylgja.
 • Sett upp rekstrar - og efnahagsreikninga.
 • Skilgreint hvað sjóðstreymi er og hver sé tilgangur þess.
 • Reiknað helstu kennitölur.
 • Lesið ársreikninga.

Viðfangsefni

Kennsla fer að mestu leyti fram í formi verklegra æfinga með raunhæfum verkefnum og eru helstu viðfangsefni þessi:

 • Excel fyrir bókara
 • Fjárhagsbókhald, upprifjun og flóknar færslur
 • Vsk. uppgjör og leiðréttingarskýrslur
 • Launabókhald, útreikningur launa, lífeyrissjóður og skattur
 • Launamiðar, launaframtal og skil til skatts
 • Afstemmingar, lokafærslur og skil á bókhaldi til endurskoðenda
 • Uppsetning rekstrar- og efnahagsreikninga
 • Lestur ársreikninga
 • Fyrningar
 • Lánaútreikningar
 • Birgðaútreikningur

Öll námsgögn eru rafræn. 

Námsmat

Að loknu námskeiði fá nemendur tækifæri til að gera lokaverkefni sem reynir á helstu þætti námsins. 

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

 

 

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir/Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð