Bókhald - grunnur

  • "Frábært að geta bara verið heima og lært í gengum netið"
    "Það var líka svo gott að geta nýtt sér sveigjanleikan í mætingu eins og t.d. fyrir mig þar sem ég er í vaktavinnu. Ekkert mál að svissa á milli morgun og kvöldtíma eftir því hvað hentaði minni vinnu."
    Sólveig Pétursdóttir (Bókhald-grunnur + Excel)
  • Morgunhópur

    Dags. 16. sep '24 - 9. des '24
    Dagar mán
    Tími 08:30-12:00
    Lengd 126 std. - 24 skipti
    Verð 279.000 kr.
  • Kvöldhópur

    Dags. 16. sep '24 - 9. des '24
    Dagar mán
    Tími 18:00-21:30
    Lengd 216 std. - 24 skipti
    Verð 279.000 kr.
  • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

    Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu

Bókhald grunnur er bókhaldsnámskeið fyrir byrjendur. Þetta er hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem hafa hug á að starfa við bókhald. Uppbygging námsins miðast við nemendur með grunnþekkingu í tölvum. Námið hentar einnig einstaklingum sem vilja vera sjálfbjarga með bókhaldið sitt í eigin rekstri. 

Markmið

Að loknu námskeiði á þátttakandi að geta:

  • gert grein fyrir grundvallarhugtökum tvíhliða bókhalds.
  • notað þá leikni sem hann hefur öðlast á námskeiðinu til færa einfaldar dagbókarfærslur:
    • færi aukningu á eignum debet og minnkun kredit á eignareikninga.
    • færi aukningu á skuldum kredit og minnkun debet á skuldareikninga.
    • færi gjöld debet á gjaldareikninga og tekjur kredit á tekjureikninga.
    • færi innskatt fyrir gjaldareikninga og útskatt fyrir tekjureikninga.
    • færi reikningsviðskipti í viðskiptamanna- og lánardrottnabók.
  • reiknað út laun og launatengd gjöld og fyllt út eyðublöð tengdum þeim.
  • stemmt af dagbók með prófjöfnuði.
  • notað algengustu flutningsskilmála (FOB og CIF).
  • gert leiðréttingarfærslur.
  • gert grein fyrir mismuni á inn- og útskatti.
  • nefnt helstu vöru- og þjónustuflokka sem bera 11% virðisaukaskatt.
  • nefnt af hvaða aðföngum er ekki heimilt að færa innskatt.
  • fært inn niðurstöður úr efnahagsreikningi frá fyrra tímabili.
  • fært inn niðurstöður úr prófjöfnuði úr dagbókum þeirra mánaða sem verið er að gera upp.
  • gert upp upp birgðir og fært á efnahag og mismun á innkaupsverð seldra vara.
  • reiknað út og fært fyrningu og afskriftir eigna.
  • gert upp inn- og útskatt og fært á uppgjörsreikning vsk ásamt því að gera vsk skýrslu.
  • fært gjöld og tekjur á rekstrarreikning og hagnað eða tap yfir á eigið fé.
  • gert upp og stemmt af efnahagsreikning.
  • gert grein fyrir bókhaldshringrásinni og tengslum ýmissa reikninga.

Viðfangsefni

Helstu kennslugreinar: 

  • Excel upprifjun fyrir bókhald grunn
  • Verslunarreikningur - upprifjun og æfingar
    • Rifjuð er upp einföld talnameðferð s.s. almenn brot, tugabrot, jöfnur og hlutföll. Helstu vaxtaformúlur kynntar og æfingadæmi reiknuð, einnig eru helstu vaxtahugtök útskýrð með dæmum og æfingum. Vísitölur og verðtryggingar eru kynntar og meðferð þeirra útskýrð. Raðgreiðslur greiðslukorta. 
  • Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk
    • Farið yfir allar helstu reglur um vsk. útreikning og útfyllingu skilagreina. Farið yfir hvað telst vsk.skyldur kostnaður og hvað ekki, helstu undanþágur ofl.
  • Bókhaldsgrunnur og handfært bókhald
    • Áður en farið er í tölvubókhaldið verður að læra grunnatriðin. Kennd er undirstaða bókhalds þar sem helstu reikningar eru teknir fyrir og verkefni færð í dagbók. Afstemming með prófjöfnuði. Gerð einfalds rekstrar og efnahagsreiknings. Lestur ársreikninga og lykiltölur.
  • Tölvubókhald
    • Áður en farið er í tölvubókhaldið verður að læra grunnatriðin. Kennd er undirstaða bókhalds þar sem helstu reikningar eru teknir fyrir og verkefni færð í dagbók. Afstemming með prófjöfnuði. Kynnt eru innkaupa- og sölukerfið.  Gerð einfalds rekstrar og efnahagsreiknings. Lestur ársreikninga og lykiltölur. Kennt er á Business Central bókhaldskerfið.

Kennsluaðferðir

Kennsla byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum og fá þátttakendur hagnýt verkefni í tengslum við innihald náms. Áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu þátttakenda undir stjórn kennara. Í tölvubókhaldinu er notað námsefni með raunverulegum fylgiskjölum í bókhaldsmöppu og eru þau merkt og færð með tilheyrandi uppgjöri og útskriftum. Öll námsgögn eru rafræn en í boði er að kaupa útprentaðar námsbækur. 

Námsmat

Eitt fag er kennt í einu og í lok hvers fags er tekið próf. 

Staðarnám eða fjarkennsla - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá NTV í Hlíðasmára 9. Í boði er staðarnám og fjarnám 

Staðarnám Kennt í fullbúinni kennslu-/tölvustofu. Kennt á vorönn og haustönn. Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir). Ef viðkomandi námslína er í boði í fjarnámi, þá hafa staðarnemendur aðgengi að fjarnámsefninu líka, sem er ekki síður mikilvægt ef þú missir úr kennsludag.

Fjarnám Kennt samhliða staðarnáminu. Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir) og sami hraði á námsyfirferð. Þú hefur frelsi innan dagsins og hvaða daga vikunnar þú sinnir náminu. Það eru skilgreindir skiladagar skv. námsáætlun(prófdagar ef við á). Þú ert hluti af hópi sem fylgist að ásamt leiðbeinenda/-um inn á nemendasvæði og ert með einkasvæði milli þín og kennara. Allt kennsluefni rafrænt. Ef það eru fundir og/eða streymi úr kennslu þá er það allt aðgengilegt á upptökum ef þú tekur ekki þátt í þeim.



Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 4 mánuði.                                                                    Netgíró - Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða eða  Pei - Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir/Vinnumálstofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt og NTV. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð