Læsa, merkja og prófa (LMP)

Læsa, merkja og prófa (LMP)

Á námskeiðinu er kennt ferli og verklag við að læsa, merkja, prófa og útskýrð hugtök og skilgreiningar.

Til að bóka námskeið þarf að senda fyrirspurn á promennt@promennt.is

Forkröfur

Heilsa og öryggi 1 (Fornám)

Matsaðferð

Próf, lágmarkeinkunn 8 (80%) , mæting og virkni á námskeiðinu. Staðbundið UHÖ þar sem þess er krafist.

Markmið

Að loknu námskeiði skal nemandi þekkja, kunna og geta gert grein fyrir LMP-vinnureglum og búnaði.

Enn frekar á námsmaður að:

  • Vera fær um að útskýra hvað læsa, merkja,prófa stendur fyrir
  • Geta tilgreint tegundir orkugjafa
  • Geta útskýrt hvernig rétt verklag í LMP getur komið í veg fyrir slys
  • Þekkja læsingabúnað
  • Vita hverjar skyldur og ábyrgð, verkkaupa, verksala og starfsmanna eru
  • Skilja og geta greint frá læsingaferli
  • Þekkja reglur er varða gleymda lása
  • Kunna að rjúfa tengsl aflgjafa og vélbúnaðar og beita virkri læsingu og viðhalda henni á meðan á verki stendur

Námslýsing

Megináhersla er á beislun orku og hvers vegna við notum fast verklag við útlæsingu á vélbúnaði. Farið er yfir hvaða orkugjafar eru þekktir og hvaða búnaður er til einangrunar á orku. Nemendur læra að beitar virkri læsingu og viðhalda henni. Eins er farið yfir hvaða skilgreiningar og orðanotkun varandi einangrun orku eru notuð.

Námsaðferð

Á námskeiðinu er mismunandi kennsluaðferðum beitt. Lögð er áhersla á að nemendur fá tækifæri til að ræða saman og setja sig inn í mismunandi aðstæður á vinnusvæði.

Námsefni

Glærur frá kennara.

Annað

►Tungumál: kennsla fer fram á íslensku.

►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Dags. Dagar Tími Verð