Microsoft 365 Security Administration

Microsoft 365 Security Administration (MS-500) er námskeið þar sem þú lærir hvernig á að tryggja aðgang notenda að auðlindum fyrirtækisins þíns. Á námskeiðinu er farið yfir lykilorðavernd notenda, fjölþátta auðkenningu, hvernig á að virkja Azure Identity Protection, hvernig á að setja upp og nota Azure AD Connect og kynnir þér skilyrtan aðgang í Microsoft 365. Þú munt læra um ógnarvarnartækni sem hjálpar til við að vernda Microsoft þinn 365 umhverfi. Nánar tiltekið munt þú læra um ógnarvektora og öryggislausnir Microsoft til að draga úr ógnum. Þú munt læra um Secure Score, Exchange Online vernd, Azure Advanced Threat Protection, Windows Defender Advanced Threat Protection og ógnarstjórnun.Á námskeiðinu munt þú læra um upplýsingaverndartækni sem hjálpar til við að tryggja Microsoft 365 umhverfið þitt. Á námskeiðinu er fjallað um upplýsingaréttarstýrt efni, dulkóðun skilaboða, svo og merkimiða, stefnur og reglur sem styðja varnir gegn gagnatap og upplýsingavernd. Að lokum munt þú læra um geymslu og varðveislu í Microsoft 365 sem og gagnastjórnun og hvernig á að framkvæma efnisleit og rannsóknir. Á þessu námskeiði er farið yfir stefnur og merki um varðveislu gagna, skjalastjórnun á staðnum fyrir SharePoint, varðveislu tölvupósts og hvernig á að framkvæma efnisleit sem styður rannsóknir á rafrænum uppgötvunum.

Fyrir hverja?

Um er að ræða mjög gagnlegt og áhugavert námskeið sem gerir talsverðar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem hafa áhuga á frama á upplýsingatæknisviði með tæknistjórnun sem aðalgrein. Námskeiðið er einnig hluti af Framabraut - Tæknistjórnun. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

Úrvalslið kennara - lærðu af þeim bestu!

Allir kennarar Promennt á Framabraut-Tæknistjórnun eiga það sameiginlegt að búa yfir gríðarlega mikilli reynslu í upplýsingatækni og hafa þar að auki Microsoft Certified Trainer gráðu frá Microsoft. Enn frekar erum við stolt af því að hafa í kennaraliðinu þá tvo einu Íslendinga sem bera meistaragráðu frá Microsoft (Microsoft Certified Master) í Active Directory og Messaging.

Eina Microsoft og Amazon (AWS) vottaða fræðslufyrirtækið á Íslandi
Við viljum vekja athygli á því að Promennt er eina fræðslufyrirtækið á Íslandi sem er með sérstaka vottun fræðsluaðila frá Microsoft og Amazon Web Services, en til þess að öðlast slíka viðurkenningu þarf að uppfylla mjög ströng gæðaskilyrði bæði Microsoft og Amazon. Þar má t.d. nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið vottað námsefni, úrvals aðstöðu og kennara með svokallaðar MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).

Tímasetningar kennslu

Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-21:00 og valda laugardaga kl. 9-16.

Greiðslur

Ýmsar leiðir eru í boði til fjármögnunar á námsbrautinni og má þar nefna m.a. raðgreiðslur, styrkir frá stéttarfélögum, styrkir fyrir atvinnuleitendur svo eitthvað sé nefnt.

Eina Microsoft og Amazon (AWS) vottaða fræðslufyrirtækið á Íslandi

Við vekjum athygli á að Promennt er eina fræðslufyrirtækið á Íslandi sem er með sérstaka vottun fræðsluaðila frá Microsoft og Amazon Web Services, en til þess að öðlast slíka viðurkenningu þarf að uppfylla mjög ströng gæðaskilyrði bæði Microsoft og Amazon. Þar má t.d. nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið og vottað námsefni, úrvals aðstöðu og kennara með MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu, hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

Nemendur fá upptökur af öllum kennslustundum inn á teymið sitt í Microsoft Teams. Þetta veitir frábæran stuðning við námið sem mun gagnast nemendum sérlega vel hvort sem námið er stundað í Fjarkennslu í beinni eða í staðnámi.

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Vinnumálastofnun/stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.