Teams - teymisvinna með Microsoft 365

  • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

    Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu

Í þessari vinnustofu er lögð áhersla á það hvernig nýta megi lausnir í Microsoft 365 til árangurs í teymisvinnu. Farið verður ítarlega í nýjustu möguleika í Microsoft Outlook, Teams, Planner og OneDrive og hvernig nýta megi Office pakkann (m.a. Word, Excel, PowerPoint) í því samhengi. Lögð er sérstök áhersla á nýjungar og praktíska nálgun í verkefnavinnunni á því hvernig best er að vinna með lausnina, í teymisvinnu, skipulagi verkefna og samstarfi innanhúss og utan.

Fyrir hverja?

Vinnustofan er sérstaklega gagnleg öllum sem nota eða hyggjast nota Office 365 í starfi og vilja kynna sér hina ýmsu möguleika sem þessi verkfæri bjóða upp á í samvinnu og teymisvinnu. Þetta námskeið er fyrir endanotendur, ekki er farið í tæknilegar stillingar kerfisins á námskeiðinu. 

Vakin er sérstök athygli að því að hægt er að sérsníða vinnustofuna fyrir ákveðna hópa innan fyrirtækis (stjórnendur, sölufólk, markaðssvið, þjónustudeild osfrv).

Markmið

Í lok námskeiðs getur þátttakandi:

  • Nýtt Microsoft 365 lausnir í teymisvinnu.
  • Skilið hvað er innifalið í Microsoft 365 lausnarsvítunni.
  • Skilið samvinnu einstakra lausna og einnig muninn á þeim.
  • Skilið hvernig best er að vinna með Microsoft 365 svítuna.
  • Sett upp vinnusvæði á OneDrive, stillt og deilt upplýsingum í takt við þarfir.
  • Nýtt Teams í samvinnu við aðrar lausnir og sett upp verkefni í Planner.
  • Sett upp sitt svæði á Delve, skilið leit og samþættingu.
  • Skilið hvernig hægt er að nota Outlook, Word, Excel, PowerPoint, OneNote, Teams, Planner, Delve og OneDrive til árangurs í teymisvinnu og samstarfi

Viðfangsefni

Í vinnustofunni er farið yfir eftirfarandi þætti:

  1. Almennt um Microsoft 365 og teymisvinnu
  2. Samvinna með Teams
  3. Skipulag verkefna með Planner
  4. Notkunarmöguleikar OneDrive og Office pakkans (Word, Excel, PowerPoint og OneNote)
  5. Skipulag og eftirfylgni með Outlook

Að auki eru kynntir stuttlega aðrir möguleikar í skýinu (SharePoint, PowerBI, Flow, PowerApps, Forms)

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en leiðbeinandi fer vel yfir það með þátttakendum í lokin sem hefur áunnist á námskeiðinu.

Kennsluaðferð

Kennsla fer fram í formi fyrirlesturs ásamt því að mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu þar sem þátttakendur vinna með leiðbeiningu frá kennara.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni ►

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.