Dreamweaver HTML og CSS

 • Kvöldhópur

  Dags. 19. okt '21 - 18. nóv '21
  Dagar þri, fim
  Tími 17:30-21:00
  Lengd 52 std. - 10 skipti
  Verð 74.000 kr.

Námskeiðið Dreamweaver hentar vel fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í gerð heimasíða með eða vilja bæta fyrri síður í þessu útbreidda og mikið notaða forriti í gerð heimasíða. Einnig læra þátttakendur grunn í kóðun vefsíðna í HTML og hvernig hægt er að stjórna samræmdu útliti síðunnar með CSS stílsniði. Markmið námskeiðsins er að þátttakandi þekki helstu grunnatriði HTML kóðunar, nýtt sér CSS viðmótshönnun og notað Dreamweaver við vefsmíði. 

Inntökuskilyrði

Ekki er nauðsynlegt að hafa þekkingu á forritunum sem tekin eru fyrir á þessu námskeiði þar sem þau eru öll  tekin frá grunni.  Almenn tölvuþekking er kostur.

Markmið

Í lok námskeiðs getur þátttakandi:

 • Þekkt helstu grunnatriði í HTML kóðun.
 • Nýtt sér CSS viðmótshönnunina.
 • Notað Dreamweaver við vefsmíðar.

Viðfangsefni

Kennt er 10 skipti, 3,5 klst í senn og eru viðfangsefni í grófum dráttum eftirfarandi:

 1. Grunnskipanir í HTML og CSS
 2. Grunnskipanir frh
 3. Div skipanir,  CSS, box model
 4. Div skipanir HTML og CSS
 5. HTML og CSS Web Layout
 6. Dreamweaver, viðmót og verkfæri
 7. Dreamweaver - CSS
 8. Dreamweaver - Layout
 9. Dreamweaver - Tables
 10. Dreamweaver - Myndvinnsla

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Námsefni

Allt kennsluefni innifalið.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

 

Mikilvægar upplýsingar

► Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
► Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

 

 

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð
Staðarnám / Onsite 19.10. 2021 -
18.11. 2021
þri, fim 17:30-21:00 74.000 kr. Skráning / Registration
Fjarkennsla í beinni / Remote 19.10. 2021 -
18.11. 2021
þri, fim 17:30-21:00 74.000 kr. Skráning / Registration