InDesign

  • Kvöldhópur

    Dags. 28. nóv '24 - 17. des '24
    Dagar þri, fim
    Tími 18:00-21:30
    Lengd 31 std. - 6 skipti
    Verð 129.000 kr.
  • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

    Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu

Á námskeiðinu InDesign sem er hluti af námsbrautinni Grafísk hönnun er farið í alla grunnþætti umbrotstækninnar. Adobe InDesign er orðið útbreiddasta og vinsælasta umbrotsforritið á markaðnum í dag. Forritið býður alla þá þætti sem prentiðnaðurinn krefst. InDesign er umbrotsforrit sem nýtist vel við gerð prentverka. Farið er í umbrotshönnun fyrir pappírsbrot, dagblöð og bækur. Einnig er farið yfir myndaröðun, liti, texta og grafík. Kennsluefni er frá Adobe InDesign CC og er ekki lagt fyrir formlegt lokapróf. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

- ÁRSAÐGANGUR AÐ ADOBE CREATIVE CLOUD FYLGIR -

Inntökuskilyrði

Þekking á Windows og ritvinnslu, t.d. Word ásamt grunnþekkingu í Photoshop og Illustrator.

Markmið

í lok námskeiðs hefur þátttakandi:

  • Öðlast grunnfræni í forritinu Indesign.

Viðfangsefni

Námslýsing

  • Nýtt skjal búið til, vistað, stillt og sóttur texti
  • Sjálfvirkt textaflæði, sjálfvirkt blaðsíðutal
  • Stílsnið (textastílar) og Litir
  • Myndir
  • Línur og texti á línum
  • Myndform og breyting myndforma
  • Pappírsbrot
  • Dagblaðaumbrot, orðskipting, myndaröðun
  • Bókaumbrot, leturval
  • Læsileiki
  • Textavinnsla

Námsefni

Allt kennsluefni er innifalið, ásamt ársaðgangi að Adobe Creative Cloud.

Tímasetning kennslu

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00-21:30 og valda laugardaga kl 9-12:30.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Mikilvægar upplýsingar

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð
Staðarnám / Onsite 28.11. 2024 -
17.12. 2024
þri, fim 18:00-21:30 129.000 kr. Skráning / Registration
Fjarkennsla í beinni / Remote 28.11. 2024 -
17.12. 2024
þri, fim 18:00-21:30 129.000 kr. Skráning / Registration