Margmiðlunarsmiðjan

Margmiðlunarsmiðjan er fyrir byrjendur í grafískri vinnslu og myndbandagerð og alla þá sem vilja bæta við sig gagnlegri kunnáttu og færni á þessu sviði. Námið er frábært fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á grafískri vinnslu og hafa áhuga að starfa á þeim vettvangi. Þetta nám er einfaldlega fyrir alla sem vilja bæta við sig gagnlegri kunnáttu í margmiðlun sem koma mun flestum fyrirtækjum til góðs. Námið er hentugt fyrir þá sem stefna á áframhaldandi nám á framhaldsskólastigi og einnig þá sem vilja styrkja kunnáttu sína og styrkja ferilskrá með þekkingu sem ekki margir hafa.

Námsbrautin er unnin í samvinnu við símenntunarmiðstöðina Framvegis og er styrkt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þess vegna er hægt að bjóða þessa frábæru námsbraut á hreint ótrúlegu verði eða 36.000 kr. (heildarvirði námsins er 179.000 kr). Námið er 120 kennslustundir (80 klst) og er metið til allt að 10 eininga til stúdentsprófs. Athugið að námsbrautin er ætluð fólki sem er 18 ára og eldra og hefur ekki lokið námi í framhaldsskóla. 

Styrkt af fræðslusjóði
– tryggir frábær kjör

Námsbrautin er unnin í samvinnu við símenntunarmiðstöðina Framvegis og er styrkt af Fræðslusjóði. Þess vegna er hægt að bjóða þessa geysiöflugu námsbraut á hreint ótrúlegu verði eða 36.000 kr. (heildarvirði er 179.000)

Sölu-, markaðs- og rekstrarnámið er unnið í samstarfi við Framvegis - miðstöð símenntunar

 

Inntökuskilyrði

Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu en ekki er krafist þekkingar á forritum sem tekin eru fyrir á námskeiðinu þar sem þau eru öll kennd frá grunni. Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla.

Markmið

Markmið Margmiðlunarsmiðju er að gera nemendur reiðubúna til að takast á við störf eða áframhaldandi nám í margmiðlun sem snýr að skjámiðlum. Nemendur læra grafík og hreyfimyndagerð fyrir skjámiðla eins og sjónvarp og internet bæði í tvívídd og í þrívídd. Nemendur læra myndvinnslu og auglýsingagerð í Photoshop og 3D hönnun á persónum, hlutum og byggingum í Maya. Að auki er farið í samsetningu og vinnslu á hreyfimyndum í After Effects sem hægt er að nota í m.a. í sjónvarpsauglýsingar, vefauglýsingar og hreyfimyndir fyrir skjámiðla almennt. 

Að loknu námskeiði getur þáttakandi:

  • Unnið með myndefni til notkunar í hreyfimynd
  • Öðlast þekkingu og færni í þrívíddarvinnslu
  • Skilgreint helstu hugtök þrívíddarvinnslu
  • Undirbúið og skipulagt vinnu við eftirvinnslu og klippingu hreyfimynda
  • Gengið frá hreyfimynd til birtingar á skjámiðlum
  • Þekkt mismunandi snið myndbanda
  • Geti gengið frá klippingu og lokasamsetningu myndbanda.

Viðfangsefni

Megin viðfangsefni eru:

  • Myndvinnsla
  • 3D hönnun á persónum, hlutum og byggingum
  • Eftirvinnsla og samsetning hreyfimynda 

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en lögð áhersla á að kennari og nemendur fari reglulega yfir það sem hefur áunnist auk þess sem krafist er að nemendur sæki a.m.k. 80% kennslustunda. Nemendur gera lokaverkefni undir handleiðslu kennara.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

 

Mikilvægar upplýsingar

Mætingaskylda: 80% af heildarfjölda kennslustunda.
Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.