Photoshop

 • "Frábært námskeið"
  Sýndi mér inn í heim myndvinnslu og hversu óendanlegir möguleikar eru fyrir hendi í þeim efnum. Photoshop er listgrein út af fyrir sig. Mæli með þessu fyrir alla sem hafa áhuga á myndvinnslu. Hefur svo sannarlega nýst mér.
  Sigríður Einarsdóttir (Photoshop 2)
 • Morgunhópur

  Dags. 9. feb '21 - 2. mar '21
  Dagar þri, fim
  Tími 18:00-21:30
  Lengd 36 std. - 7 skipti
  Verð 69.000 kr.
Photoshop

Photoshop er ítarlegt námskeið fyrir þá sem vilja ná mikilli þekkingu og færni í notkun þessa frábæra forrits. Unnið er með Photoshop (CC). Góð rafræn kennslubók fylgir og nýtist hún þátttakendum vel sem handbók og ítarefni að námskeiði loknu.

Inntökuskilyrði

Ekki er nauðsynlegt að hafa þekkingu á Photoshop enda er forritið tekið frá grunni, en þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvuþekkingu þar sem yfirferð er nokkuð hröð á þessu námskeiði.

Markmið

Að loknu námskeiði getur þátttakandi:

 • Unnið alhliða myndvinnslu og lagfæringar, sem dæmi:
  • Þekkt rasta og vektoramyndir.
  • Unnið með stærð mynda
  • Skilið lagskiptingar og blöndun

Viðfangsefni

Tekin er fyrir alhliða myndvinnsla, myndlagfæringar, litaleiðréttingar og myndasamsetningar fyrir skjá og prentun. Þátttakendur læra notkun helstu áhalda, tækja og valmynda:

 • Kynning (rasta og vektoramyndir)
 • Stærð mynda (upplausn, stærðareiningar, sneiðing)
 • Val svæða (fernings-, hrings- og snöruval og töfrasproti)
 • Lagskiptingar
 • Blöndun (gegnsæi og fjöðrun brúna)
 • Hamir (sv/hv, lita og gráskala)
 • Litir og málun
 • Textavinnsla
 • Stilling mynda (birta og skerpa)
 • Vistun mynda (tegundir myndskjala og eiginleikar)

Kennsluáætlun

 1. Verkfæri í Photoshop
 2. Leiðakerfi í Photoshop
 3. Litir í Photoshop
 4. Layerar í Photoshop
 5. Myndir í Photoshop
 6. Myndvinnsla í Photoshop
 7. Myndvinnsla í Photoshop

Námsefni

Allt kennsluefni innifalið.

Stuðst er við kennslubókina Adobe Photoshop CC - Classroom in a book sem útgefin er af framleiðanda Photoshop (rafræn bók). Einnig er unnið með sérútbúin verkefni frá kennara.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Annað.

►Kennsludagar: Kennt er á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum 

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. 
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð
Staðarnám 09.02. 2021 -
02.03. 2021
þri, fim 18:00-21:30 69.000 kr. Skráning
Fjarkennsla í beinni 09.02. 2021 -
02.03. 2021
þri, fim 18:00-21:30 69.000 kr. Skráning