VB 2023: Prófhluti II - Skattskil


 • Dags. 20. nóv '23 - 20. nóv '23
  Skráningarfrestur 26. sep '23
  Dagar mán
  Tími 13:00-16:00
  Verð 47.500 kr.

Prófhluti II - Skattskil er hluti af þeim prófum sem haldin eru til viðurkenningar bókara 2023 með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald.

  • Prófið er rafrænt heimapróf
  • Dagsetning: mánudagur 20. nóvember 2023
  • Tímasetning: prófið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00.
  • Skráningarfrestur: 7. september 2023 kl 23:59
  • Eindagi greiðslu prófgjalds fyrir prófhluta II: 2. nóvember 2023 kl 23:59

Skráningarfrestur

Skráningarfrestur í prófhluta II rennur út fimmtudaginn 7. september kl. 23:59.

Það skiptir ekki máli hvort próftaki ætlar að taka eitt próf eða öll. Ekki er hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfresti lýkur.

Próftakar bera sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í próf. Öllum er frjálst að skrá sig í próf.

Þeir sem skrá sig í próf haustið 2023 verða að hafa lokið prófum í öllum prófhlutum haustið 2023 og í upptökuprófum eigi síðar en í janúar/febrúar 2024.

Um prófið

Prófið verður rafrænt heimapróf.

Prófið verður tekið á Excel í vafra. Tölvubúnaður og nettenging er alfarið á ábyrgð próftaka.

Prufuaðgangur að prófakerfinu, til að próftakar átti sig á umhverfinu, verður gerður aðgengilegur nokkru fyrir próf.

Próftökugjald og greiðslumöguleikar

Próftökugjald fyrir þetta próf er 47.500 kr.

Eigi er skylt að standa fyrir prófi nema a.m.k. 30 þátttakendur hafi skráð sig í próf. Ef próftökugjald er ekki greitt á eindaga þá fellur niður próftökuréttur.

Til þess að öðlast próftökurétt þarf að skrá sig hér á síðunni og greiða prófgjald fyrir þetta próf í síðasta lagi á eindaga; fimmtudaginn 2. nóvember kl. 23:59.

Greiðsluseðill er sendur í heimabanka um leið og skráningarfrestur rennur út þann 7. september. ATH ekki er hægt að greiða greiðsluseðil eftir að eindaga lýkur. Greiðsluseðill er einungis sendur á próftakann sjálfan en ekki á fyrirtæki eða aðra óviðkomandi prófinu. 

Efnissvið prófsins

Um efnissvið prófsins vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 1101/2021 um próf til viðurkenningar bókara og til prófefnislýsingar sem birt er á heimasíðu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/profefnislysing

Leyfileg hjálpargögn í prófinu

Prófin eru rafræn og eru öll gögn leyfileg. Prófefnislýsinguna má nálgast á vefsvæði prófnefndar viðurkenndra bókara á heimasíðu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/profefnislysing

Lengdur próftími

Umsóknum um lengri próftíma og/eða sérúrræði fyrir alla prófhluta skal skila inn með því að senda tölvupóst á vbprof@promennt.is í síðasta lagi 29. september 2023.

Til að hægt sé að veita sértæk úrræði í prófinu þarft þú að verða þér út um gögn frá viðeigandi sérfræðingi, sem staðfestir þörf fyrir úrræði og jafnvel koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa. Gengið verður frá sérstöku skriflegu samkomulagi um öll úrræði. Athugið að það getur tekið langan tíma að fá tíma hjá sérfræðingi svo að mælt er með að gerðar séu ráðstafanir strax.
Mikilvægt er að sótt sé um sérúrræði með góðum fyrirvara (strax eftir skráningu í prófið).

Nánari upplýsingar um sérúrræði ►

Dags. Dagar Tími Verð
20.11. 2023 mán 13:00-16:00 47.500 kr. Biðlisti / Waitinglist