Skrifstofuskóli Promennt og Framvegis

  • "Fróðlegt, fjölbreytt, skemmtilegt og umfram allt gagnlegt"
    "Ég var í vinnu samhliða náminu og gat nýtt mér strax fra byrjun þekkingu úr náminu í starfi mínu. Kennararnir voru líka alveg frábærir og skiluðu sínu í tímum og því var ekki mikið um heimanám. Góður skóli, gott starfsfólk, góð menntun"
    María Björk Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri (Skrifstofunám)
  • "Þetta nám hefur gefið mér mjög mikið."
    "Þarna eru alveg frábærir kennarar og mjög gott námsefni. Það er farið vel yfir verkefnin á hraða hvers og eins. Ég mæli alveg 100% með þessu námi, það er hverrar krónu virði! Bara frábær skóli og frábært starfsfólk, eg þakka bara fyrir mig :)"
    Jóhanna Ýr Ólafsdóttir (Skrifstofunám)
  • "Fjarkennslan hafði úrslitaáhrif á það hvaða skóla ég valdi."
    "Vegna aðstæðna þá þurfti ég að nýta mér bæði að vera á staðnum og í fjarkennslu í beinni sem mér finnst vera stór plús við þennan skóla."
    Fjóla var í Framabraut-Skrifstofuskóla á haustönn 2012
  • Morgunhópur

    Dags. 18. sep '24 - 18. des '24
    Dagar mán, mið, fös
    Tími 08:30-12:00
    Lengd 240 std. - 46 skipti
    Verð 22 kr.

Skrifstofuskólinn er námsbraut sem kennd er í samstarfi við Framvegis-miðstöð símenntunar. Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum. Markmið námsbrautarinnar er að nemendur öðlist þá hæfni sem þarf til að geta unnið alhliða skrifstofustörf með hjálp algengasta hugbúnaðs og skýjalausna sem notuð eru á vinnumarkaðnum. Að auki munu nemendur öðlast góða þekkingu og læra að færa bókhald. Námið er líka frábær undirbúningur undir áframhaldandi nám.

Skrifstofuskólinn er fyrir fólk sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki og er mögulegt að fá námið metið til 18 eininga á framhaldsskólastigi. Kennt er eftir viðurkenndri námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

 

Skrifstofuskólinn er frábær undirbúningur fyrir námskeiðið Bókhald fyrir lengra komna sem er á námsbrautinni Framabraut-Viðurkenndur bókari. Þeir nemendur sem ljúka Skrifstofuskólanum geta fengið nám sitt metið til styttingar á námi við námsbrautina Framabraut - viðurkenndur bókari.

Styrkt af Fræðslusjóði 
– tryggir frábær kjör

Námsbrautin er styrkt af Fræðslusjóði og er hægt að bjóða þessa öflugu námsbraut á aðeins 69.000 kr. (heildarvirði er 299.000 kr.).

Inntökuskilyrði - fyrir hverja? 

Um er að ræða mjög gagnlega og áhugaverða námsbraut sem gerir kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem vilja auka færni sína í almennum skrifstofustörfum og hyggja á starfsframa á því sviði, styrkja kunnáttu sína eða nota sem grunn fyrir frekara nám. ATH að Skrifstofuskóli Promennt og Framvegis er ætlaður fólki sem er 18 ára eða eldra og hefur ekki lokið framhaldsskóla.

Af hverju Skrifstofuskólinn?

Markmiðið með Skristofuskólanum er að nemendur öðlist þá hæfni sem þarf til að geta unnið alhliða skrifstofustörf með hjálp algengasta hugbúnaðs og skýjalausna sem notuð eru á vinnumarkaðnum. Að auki munu nemendur öðlast góða þekkingu og læra að færa bókhald. Námið er líka frábær undirbúningur undir áframhaldandi nám.

Í lok námsins hefur þátttakandi:

  • Elft sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu.
  • Aukið færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu.
  • Aukið þjónustufærni sína.
  • Aukið námsfærni sína.
  • Öðlast grunnþekkingu í bókhaldi og tölvubókhaldi.
  • Mætt í a.m.k 80% kennslustunda samkvæmt stundaskrá.
  • Gert lokaverkefni.

Kennsluaðferðir

Hægt er að stunda nám í Skrifstofuskólanum með því að mæta í kennslustofu eða tengjast með fjarkennslu í beinni útsendingu, en ath að fjarnemar eiga alltaf sitt sæti í kennslustofunni.

Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þar sem námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Þannig byggir kennslan bæði á fyrirlestrum og verklegum æfingum og fá þátttakendur hagnýt verkefni í tengslum við innihald náms, en sérstök áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu þátttakenda undir stjórn kennara.

Í tölvubókhaldinu er notað námsefni með raunverulegum fylgiskjölum í bókhaldsmöppu og eru þau merkt og færð með tilheyrandi uppgjöri og útskriftum.

Kennari og nemandi fara reglulega yfir það sem hefur áunnist í náminu. Ekki eru notuð hefðbundinn próf en nemendur gera lokaverkefni í lok námsins.

Viðfangsefni námsbrautarinnar

1. Tölvu- og upplýsingaleikni

Farið er í þær tölvugreinar sem nauðsynlegt er að kunna góð skil á við alhliða skrifstofustörf. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur læri að nota skýjalausnir eins og Office 365 við samvinnu og teymisvinnu.

2.  Verslunarreikningur og bókhald
Þessi hluti Skrifstofuskólans er helgaður viðskiptagreinunum verslunarreikningi og bókhaldsgrunni. Í verslunarreikningi er rifjuð upp einföld talnameðferð s.s. almenn brot, tugabrot, jöfnur og hlutföll. Helstu vaxtaformúlur kynntar og æfingadæmi reiknuð, einnig eru helstu vaxtahugtök útskýrð með dæmum og æfingum. Vísitölur og verðtryggingar eru kynntar og meðferð þeirra útskýrð. Því næst verður farið yfir allar helstu reglur um vsk. Farið yfir hvað telst vsk.skyldur kostnaður og hvað ekki, helstu undanþágur ofl. Áður en farið er í tölvubókhaldið verður kennd undirstaða bókhalds þar sem helstu reikningar eru teknir fyrir og verkefni færð í dagbók. Afstemming með prófjöfnuði. Gerð einfalds rekstrar- og efnahagsreiknings. Lestur ársreikninga og lykiltölur.

3. Tölvubókhald
Þegar nemendur hafa öðlast þekkingu á grunnþáttum bókhalds verður kennd undirstaða í meðferð bókhaldsgagna í tölvu. Uppbygging bókhaldslykla í tölvu, hvernig færslur eru skráðar. Afstemmingar, meðal annars við bankayfirlit. Prentun reikningslykla, hreyfingalista, aðalbókar, efnahags og rekstrarreikninga.Jafnframt læra nemendur að nota viðskipa- og lánadrottna kerfin ásamt birgða-, innkaupa- og sölukerfi.

4. Tollskýrslugerð

Kynntar eru helstu reglur er varða inn- og útflutning; tollskýrslugerð, innflutningstakmarkanir og undanþágur. Farið er yfir fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna við innflutning og gerð tollskýrslna. Farið er m.a. yfir myndun tollverðs og útreikning aðflutningsgjalda. Kynntir eru fríverslunarsamningar og notkun tollskrárinnar.

5. Þjónusta, samskipti, ferilskrá, námstækni
Að auki verður fjallað er um þætti sem hafa áhrif á nám og kenndar eru aðferðir sem auðvelda nám. Nemendum eru kennd rétt vinnubrögð við gerð ferilskrár og færnimöppu. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægum atriðum sem snúa að þjónustu við viðskiptavini og samskipti við vinnufélaga.

6. Lokaverkefni
Þegar komið er út á vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa hagnýta reynslu af viðfangsefninu. Í lok námsins vinna nemendur lokaverkefni í samráði við kennara.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir. Jafnframt gera nemendur lokaverkefni í samráði við kennara í lok námsins. Til að ljúka námi þarf mæting að vera lágmark 80% af heildarfjölda kennslustunda.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að fjarnemar eiga alltaf kost á að mæta í kennslustofuna þar sem þeir eiga sitt sæti.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni 

Mikilvægar upplýsingar

Mætingaskylda: 80% af heildarfjölda kennslustunda
Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Flokkur Dags. Dagar Tími Verð