Hraðbraut Viðurkenndur bókari

 • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

  Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu

Námsbrautin Hraðbraut Viðurkenndur bókari er sérstaklega öflug námsbraut fyrir þá sem stefna á próf til viðurkenningar bókara en vilja að auki bæta við sig þekkingu sem er mjög verðmætt að hafa í farteskinu við bókhaldsstörf. Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu. Námsbrautin er kennd að hluta í Fræðsluskýi Promennt og að hluta í fjarkennslu í beinni (lokahluti).

Athugið að viðurkenndur bókari - lokahluti er aðeins kenndur að hausti til. Önnur námskeið á brautinni er hægt að klára hvenær sem er fram að lokahlutanum, en hann hefst í ágúst 2024. Athugið að námskeiðið er einungis kennt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Allar kennslustundir eru teknar upp.

 

Námsbrautinni samanstendur af eftirfarandi námskeiðum:

 1. Bókhald - grunnur - Fer fram á Fræðsluskýi Promennt
 2. Bókaranám fyrir lengra komna - Fer fram á Fræðsluskýi Promennt
 3. Skattskil einstaklinga með rekstur- Fer fram á Fræðsluskýi Promennt
 4. Viðurkenndur bókari - lokahluti - Fjarkennsla í beinni á Teams

Hægt er að fá aðstoð kennara gegnum tölvupóst á meðan námi stendur.

Andrea Björg nemandi Hraðbrautar VB " Námið var ótrúlega vel upp sett. Mér fannst mjög þægilegt að geta tekið námið algjörlega á mínum hraða. Kennararnir koma efninu mjög skipulega og vel frá sér og voru snöggir að svara tölvupóstum ef mig vantaði aðstoð."

Markmið

Markmiðið með þessari geysiöflugu námsbraut er að nemendur öðlist þá hæfni sem þarf til að geta skarað fram úr í bókhaldsvinnu og verði vel undirbúnir fyrir próf til Viðurkennds bókara. Að auki munu nemendur öðlast góða þekkingu og færni í skattskilum miðuðum að einstaklingum í rekstri.

Í lok námsins hefur þátttakandi: Öðlast hæfni til að taka próf til Viðurkenningar bókara sem haldin eru á haustönn hvert ár á vegum Prófamiðstöðvar Íslands ehf.

Athugið !!!

Prófin til Viðurkenningar bókara sem fram til haustsins 2023 hafa verið á vegum Menningar- og viðskiptaráðuneytisins munu í haust verða haldin á vegum Prófamiðstöðvar Íslands ehf. sem er nýstofnað fyrirtæki á vegum Promennt ehf. og NTV ehf. og mun sérhæfa sig í prófahaldi byggt á áratuga reynslu fyrirtækjanna.

Námsefni til prófs verður að mestu það sama og áður og prófin að sama skapi sambærileg.

Fyrir hverja?

Um er að ræða mjög gagnlega og áhugaverða námsbraut sem gerir miklar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og hafa áhuga á að ná frama á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana, styrkja kunnáttu sína eða nota sem grunn fyrir frekara nám. Þessi námsbraut hentar þeim sem geta unnið sjálfstætt í náminu þar sem brautin fer fram að hluta til í Fræðsluskýi Promennt. 

Viðfangsefni námsbrautarinnar

1. HLUTI: Bókhald grunnur - Fer fram í Fræðsluskýi Promennt

Markmið með fyrsta hluta námsins er að byggja upp góða undirstöðu, þekkingu og grunnþjálfun í bókhaldsvinnu. Kennslan fer fram í Fræðsluskýi Promennt í formi rafrænna fyrirlestra sem hægt er að horfa á hvar og hvenær sem er og byggir að miklu leyti á verklegum æfingum með raunveruleg bókhaldsskjöl.

Helstu viðfangsefni eru þessi:

 • Verslunarreikningur, VSK reglur og skýrslur
 • Bókhaldsgrunnur
 • Tölvubókhald

Upprifjun í Excel - valkvætt aukanámskeið.

 

2. HLUTI: Bókaranám fyrir lengra komna - Fer fram í Fræðsluskýi Promennt

Helstu viðfangsefni eru þessi:

 • Excel fyrir bókara
 • Fjárhagsbókhald, upprifjun og flóknar færslur
 • Vsk. uppgjör og leiðréttingarskýrslur
 • Launabókhald, útreikningur launa, lífeyrissjóður og skattur
 • Launamiðar, launaframtal og skil til skatts
 • Afstemmingar, lokafærslur og skil á bókhaldi til endurskoðenda
 • Uppsetning rekstrar- og efnahagsreikninga
 • Lestur ársreikninga
 • Fyrningar
 • Inngangur að reikningshaldi

 

3. HLUTI: Skattskil einstaklinga með rekstur - Fer fram í Fræðsluskýi Promennt

Tekin verða fyrir helstu atriði er varða skattskil einstaklinga með atvinnurekstur, s.s. staðgreiðslu, tekjuskráningu, reikningaútgáfu, rekstrarkostnað og virðisaukaskatt (inn og útskatt), skattskyldu og undanþágu. Fjallað verður um algengustu félgaformin (hlutafélög, einkahlutafélög, samlagsfélög og sameignarfélög) og mismunandi ábyrgðir hluthafa / eigenda. Einnig verður tekið fyrir lög um tekjuskatt, útfylling skattframtala einstaklinga og lögaðila, skattskyldar tekjur og tekjuskattstofn, helstu frádráttarliðir ásamt samskiptum við RSK. Verklegar æfingar í útfyllingu skattskýrslna fyrir einstaklinga með rekstur. Kennslan fer fram í Fræðsluskýi Promennt í formi rafrænna fyrirlestra sem hægt er að horfa á hvar og hvenær sem er

 

4. HLUTI: Viðurkenndur bókari - Lokahluti - Fer fram í Fjarkennslu í beinni

Síðast hluti námsins er lokahnykkurinn í undirbúningi fyrir próf til Viðurkenningar bókara á vegum Prófamiðstöðvar Íslands ehf.. Ath. að prófið er í þremur hlutum og er haldið á haustönn ár hvert. Dagsetningar prófa verða auglýstar með góðum fyrirvara.
 
Þessi hluti námsins skiptist í þrjá hluta:
 • Reikningshald
 • Upplýsingatækni
 • Skattskil

Þessi hluti námsins hefst í ágúst 2024 og lýkur í desember 2024. Kennt er að jafnaði tvær til þrjár lotur á mánuði; á fimmtudögum, föstudögum kl 16:30-19:30 og á laugardögum kl 9:00-12:30 (ath. með fyrirvara um breytingar). Athugið að námskeiðið er einungis kennt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Allar kennslustundir eru teknar upp. Sjá nánar hér: https://www.promennt.is/is/namsleidir/bokhalds-og-skrifstofunam/vidurkenndur-bokari-1 

Námsmat

 • Bókhald - grunnur, Bókaranám - fyrir lengra komna og Skattskil einstaklinga með rekstur: Verkefni er lagt fyrir nemendur eftir að námseiningunni Bókaranám - fyrir lengra komna er lokið. Annars eru ekki lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.
 • Viðurkenndur bókari - loka hluti: Þátttakendur hafa val um að þreyta þrískipt próf til Viðurkennds bókara.

Annað

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir/Vinnumálstofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.