Starfsemi Promennt í ljósi COVID-19

Eins og flestum er kunnugt hafa stjórnvöld sett á samkomubann sem tekur gildi frá og með mánudeginum 16. mars og mun starfsemi Promennt verða með breyttu sniði á meðan á því stendur.


Námskeiðahald

Þetta þýðir að kennslan í Promennt mun færast í annað form frá og með mánudeginum 16. mars. Allri kennslu verður sem sagt haldið samkvæmt stundaskrá, en ákveðið hefur verið að öll kennsla á okkar vegum verði eingöngu í fjarkennslu í beinni útsendingu. Þetta er það sem við áttum von á og höfum undirbúið eins og kostur er undanfarna daga.

Þátttakendur í hverju námskeiði fyrir sig hafa fengið nánari upplýsingar um þátttöku í fjarkennslu í beinni útsendingu.

Frekari upplýsingar munu koma jafnóðum og þær berast frá stjórnvöldum og það er algjört lykilatriði fyrir nemendur að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum.

Próf

Engin próf munu verða haldin hjá Promennt meðan á samkomubanninu stendur. Ath að þetta á einnig við um TOEFL prófin og eru próftakar hvattir til að fylgjast með nýjustu upplýsingum á vef ETS www.ets.org ásamt upplýsingum sem ETS sendir í tölvupósti. Einnig er mikilvægt að aðrir próftakar fylgist vel með tölvupósti frá Promennt og öðrum aðilum tengdum því prófi sem próftaki er að fara í.

Opnun skrifstofu

Skrifstofa Promennt í Skeifunni mun verða að mestu lokuð frá 24. mars (nema í kringum sérstaka viðburði). En starfsfólk sinnir vekefnum að heiman og því hvetjum við nemendur og aðra viðskiptavini til að hafa samband með því að senda tölvupóst á promennt@promennt.is eða með því að hringja í síma 519-7550.

 

Hafir þú einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband með því að senda póst á promennt@promennt.is eða hringja í síma 519-7550.

Kveðja,

Starfsfólk Promennt

 

**Þessar upplýsingar voru uppfærðar föstudaginn 3. apríl 2020**